Lífið

Perry og Hurwitz trúlofuð

Leikarinn Matthew Perry og Holly Hurwitz eru trúlofuð en Perry er frægastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en þar fór hann með hlutverk Chandler.

Lífið

Kristján kominn með nafn Svölu á úlnliðinn

Kristján Einar Sigurbjörnsson lét í vikunni flúra á sig nafn kærustunnar sinnar Svölu Björgvinsdóttur. Einnig fékk hann sé flúr með nafni dóttur sinnar, Aþenu. Bæði nöfnin skreyta nú úlnlið sjómannsins.

Lífið

„Ég var oft hrædd um hann“

Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar.

Lífið

Aðventukransar að hætti Skreytum hús

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár.

Lífið

For­stjóri Land­spítalans keypti glæsi­hýsi á Nesinu

Páll Matthíasson og eiginkona hans, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir, festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Látraströnd 15 á Seltjarnarnesi. Hjónin seldu íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur fyrr á árinu og hafa því fært sig yfir í nágrannasveitarfélagið.

Lífið

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði

Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Íhaldið hefur alltaf verið mjög sterkt hérna,“ segir Eiríkur og rifjar upp að vinstri menn og óháðir hafi þó tvisvar náð meirihluta.

Lífið

Bað um sálfræðing fyrir blaðamennina

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla. Hún segir að það hafi verið nauðsynlegt að breyta aðeins til þegar hún tók við sem ritstjóri DV. Meðal annars að banna fólk úr kommentakerfum og fleira í þeim dúr.

Lífið

Jenna segir galið að hver sem er geti sprautað efni inn í húð fólks

Fegrunarmeðferðir eru ekki nýjar á nálinni en vinsældir þeirra hafa aukist mikið undanfarið. Ein af vinsælustu meðferðunum sem hafa rutt sér rúm um allan heim eru meðferðir með fylliefni, og eru margir sem kjósa að láta setja slík efni til dæmis í varir sínar til að auka fyllingu þeirra og fegurð.

Lífið

Hættar að horfa í laumi og skammast sín

Óraunveruleikinn er nýtt hlaðvarp um ýmsa raunveruleikaþætti sem sýndir eru hér á landi, þá aðallega um þá sem varða ástina. Á bak við þættina eru Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi.

Lífið

Sagan af stór­slysa­stúlkunni

Það kannast eflaust margir við hugtakið meme. Það er í raun ljósmynd sem fer eins og eldur í sinu um netheima, oftar en ekki hefur texta verið komið fyrir á eða við myndina og hún svo notuð við alls kyns tilefni í netumræðu.

Lífið

Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið

Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar.

Lífið

Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi

Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt.

Lífið

Einangrun og skömm sem fylgir klámnotkun

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur leikið fjölda hlutverka bæði hér heima og erlendis en hann lék nýlega lykilhlutverk í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla, sem er á stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. Hann er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Lífið

„Mjög stórt og erfitt skref“

Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki.

Lífið

Veikindarétturinn sterkari í útópíunni Svíþjóð

Að mati barnalæknis er teymisvinna í kringum veikindi barna komin skrefinu lengra í Svíþjóð en hér heima, þó að þetta sé nú að breytast í rétta átt. Það er þó margt sem tengist fjölskyldum langveikra barna sem er betra hjá nágrönnum okkar.

Lífið