Lífið

„Spán­verjinn hlæjandi“ er allur

Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu.

Lífið

Kafbátamódel springur ofurhægt

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Lífið

Tón­listar­konan Anita Lane látin

Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party.

Lífið

Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“

Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu.

Lífið

Dróninn bráðnaði í beinni út­sendingu

Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn.

Lífið

Net­verjar flissa yfir nýju skilti Ölfuss

Nýtt skilti með nafni sveitarfélagsins Ölfuss, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Kostnaður vegna skiltisins nemur um tíu til tólf milljónum króna, samkvæmt bæjarstjóranum Elliða Vignissyni.

Lífið

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Lífið

On­lyFans ekki „easy mon­ey heldur vinna“

Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni.

Lífið

Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd

Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings.

Lífið