Lífið

Frið­rik Ómar og Hera skilja ekkert í úr­slitunum

Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk.

Lífið

Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og konan hans Hallveig Hafstað ráðgjafi hafa sett íbúð sína á Meistaravöllum á sölu. Er um að ræða rúmlega 130 fermetra eign í hjarta Vesturbæjar og ásett verð er tæpar 94 milljónir. 

Lífið

Stjörnulífið: Fá­klædd í rauðri við­vörun

Listir og menning lífguðu upp á skammdegið yfir liðna helgi með vetrarhátíð og tilheyrandi fjöri. Stjörnur landsins nutu sín í botn hvort sem það var á djamminu, á fjarlægum slóðum eða í kósí þegar veðurviðvaranir, stormur og eldingar tóku yfir. 

Lífið

Ingvar E. besti leikarinn á kvik­mynda­há­tíð í Frakk­landi

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard.

Lífið

„Þarna upp­lifði ég mesta kulda ævinnar“

„Ég hef sagt að einu sinni hafi ég upplifað kulda á ævinni – ekkert annað toppar þetta. Maður var tilfinningalaus á höndum og fótum. Allar hugsanir og hreyfingar voru eins og í bíómynd sem var sýnd hægt. Þarna var bara spurning um tíma – hvað ég myndi endast kuldans vegna,“ segir Bergþór Ingibergsson, fyrrum stýrimaður á Barðanum GK, í nýjasta nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

Lífið

Fólkið bak við vin­sælustu hlaðvörp landsins

Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025.

Lífið

Fimm lög keppa í Söngva­keppninni í kvöld

Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög.

Lífið

„Ég er búin að sætta mig við að ég mun lík­lega aldrei fá nein svör“

„Ég var bara ungabarn þegar mamma neyddist til að halda mér niðri öskurgrátandi á meðan læknir tók úr mér blóðprufu, svo þú gætir fengið staðfestingu hvort ég væri „þitt blóð“. Með þessum orðum hófst bréf sem Magdalena Katrín Sveinsdóttir tók tíu ár í að skrifa, og birti loks á facebook nú á dögunum. Bréfið var stílað á afskiptalaust foreldri, en hún hefur ekki séð blóðföður sinn í fimmtán ár.

Lífið

Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell

Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell.

Lífið

Maríanna og Dommi trú­lofuð

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru trúlofuð. Guðmundur, eða Dommi, hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum, er eigandi Netheima og job.is og starfar sem ráðgjafi.

Lífið

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið

Prinsessan eignaðist dóttur

Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Lífið

Segist vera nas­isti sem elskar Hitler

Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

Lífið

Lítil þolin­mæði fyrir hrekk Audda

Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna.

Lífið

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið

Vefur um úti­vist í loftið

Nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu er kominn í loftið. Hann ber heitið utumallt.is og var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) síðastliðinn mánudag.

Lífið

„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“

Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. 

Lífið

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið