Lífið

Meiri­háttar gleði og minni­háttar klúður

Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið.

Lífið

Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram.

Lífið

„Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“

Á síðustu fjórum árum hafa orðið mikil kaflaskil í lífi Silju Aðalsteinsdóttur. Lífsförunauturinn, Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor, féll frá og hún braut upp hálfrar aldrar heimili þeirra í kjölfar fótbrots. En Silja segir áföll alltaf hafa farið á besta veg í lífi sínu. Óvænta óléttan sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju.

Lífið

Vatna­skóga­strákum barst óvæntur risa styrkur

Nóa Pétri Ás­dísar­syni Guðna­syni og fé­lögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumar­búðir KFUM og KFUK í Vatna­skógi, í til­efni af hundrað ára af­mæli þeirra, barst heldur betur ó­væntur liðs­styrkur. Tveir skógar­menn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í októ­ber og þar til 3. nóvember næst­komandi.

Lífið

Segir bataferlið allt annað en línulaga

„Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni.

Lífið

Magnaðar mæður

Birtingarmynd móðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaðar mæður  margra barna mæður, stjúpmæður, einstæðar mæður og verðandi mæður, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið

„Farið alla­vega til sýslu­manns og skrifið undir plaggið“

Kona sem missti skyndilega manninn sinn til þrettán ára, brýnir fyrir fólki að ræða dauðann. Hún hvetur pör til að gifta sig til að eiga rétt ef annað fellur frá. Ofan á áfallið sem fylgdi því að missa manninn sinn og standa eftir ein með fjögur börn, stóð hún frammi fyrir miklum fjárhagsvandræðum og þurfti að selja heimilið.

Lífið

Inga Lind mætti í einkapartý

Það var heldur betur góð stemmning á Hverfisgötunni í gær þar sem eigendur Röntgen buðu útvöldum til haustfögnuðar. Staðurinn var lokaður almenningi á milli 17 og 19 á meðan gestir nutu drykkja og matar auk tónlistar.

Lífið

„Enginn svefn í 365 nætur“

Athafnakonan og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði eins árs afmæli yngstu dóttur hennar og Gunnars Steins Jónssonar handboltakappa, Önnu Magdalenu, í gær. Hún segir árið hafa einkennst af miklu svefnleysi.

Lífið

Opna þrjár sýningar á sama tíma

Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki.

Menning

Nýja vetrarlína Múmínálfanna mætt full af ævintýrum

Moomin Arabia 2023 vetrarlínan, Sliding, er komin í verslanir. Línan verður fáanleg í takmarkaðan tíma, frá deginum í dag fram til loka mars 2024 á meðan birgðir endast. Myndasagan heldur áfram þar sem frá var horfið í vetrarlínu síðasta árs og pastellitaþemað heldur sér einnig.

Lífið samstarf

„Hef aldrei opnað mig svona áður“

„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband.

Menning

Októberspá Siggu Kling: Þú hefur lukkuna með þér

Elsku Vatnsberinn minn, þú skalt skoða þessa Chi orku sem er að safnast í kringum þig og til þín. Í henni er falið svo mikið. Að hlusta á sjóinn, jörðina því hún andar og er að sjálfsögðu hin mesta orka, himininn og hamingjuna sem er svo sannarlega hjá þér, þú ert búin að velta mikið fyrir þér hvað er hamingjan og hvernig næ ég henni.

Lífið

Októberspá Siggu Kling: Draumarnir eru að rætast

Elsku Meyjan mín, þú ert í mögnuðum krafti. Sérstaklega gæti verið að síðustu 15 dagar hafi breytt svo mörgu og gefið þér svo margt. Nú er spurning hvernig þú vinnur úr gjöfunum sem eru að koma til þín í hollum.

Lífið