Menning

Ungir bókaormar tala lítið um sinn lestur

Herdís Anna Friðfinnsdóttir leikskólakennari lýsir rannsókn á lestrarvenjum ungra bókaorma á barnabókaráðstefnunni Kveikjum eld í Gerðubergi á laugardaginn. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um hvernig efla megi áhuga á lestri.

Menning

Einstakir kjólar Aðalbjargar

Kjólar prjónaðir af Aðalbjörgu Jónsdóttur og eftir fyrirmyndum hennar eru á sýningu sem opnuð verður í dag klukkan 15.30 í Þjóðminjasafninu.

Menning

Er eiginlega kjaftstopp

Halldór Lárusson trommari og tónlistarkennari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Grindavíkur, fyrstur manna, af frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagins.

Menning

Með ólík verk á Ufsiloni

Sex ungir listamenn sýna teikningar, gagnvirkan skúlptúr, innsetningu í glugga, ljósmyndir og vídeóverk í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16.

Menning

Allt gerist á einu torgi

Atriði úr þremur óperum mynda sýninguna Óperutorgið sem verður í Salnum á morgun klukkan 15 og 18 í flutningi nemenda Söngskólans í Reykjavík.

Menning

Margir máluðu Halldór Kiljan

Portrett listamanna af íslenskum rithöfundum prýða nú veggi Gunnarshúss á Dyngjuvegi 8. Þar verður opið hús og dagskrá á morgun milli 15 og 17.

Menning

Ekki þurrt auga á sviðinu

Furðulegt háttalag hunds um nótt verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur sérkennara Kristófers.

Menning

Túlkar árstíðirnar í orðum og litum

Myndlistarkonan Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Í garðinum“ og gefur út listaverka- og ljóðabókina Málverk og ljóð – Paintings and Poems í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, laugardaginn, 8. mars.

Menning

Taka áheyrendur í tímaferð til Köben

Fjögurra alda afmæli Hallgríms Péturssonar sálmaskálds verður fagnað í Hallgrímskirkju á sunnudaginn með tónleikum Mótettukórsins sem Hörður Áskelsson stjórnar. Listvinafélag kirkjunnar stendur að viðburðinum og þar verður flutt tónlist frá ýmsum tímum.

Menning

Syngur um ástir stoltra kvenna

Skagfirðingurinn Helga Rós Indriðadóttir sópran flytur aríur eftir Verdi og Strauss í Hafnarborg í dag við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir kallast Andlit ástarinnar og hefjast klukkan 12.

Menning

Ég er dvergurinn í kjallaranum

Auður Ava er löngu orðin einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og bækur hennar hafa komið út í yfir tuttugu löndum. Samt vitum við svo ósköp lítið um hana.

Menning

Arkitektar geta lært af Katrínu

Málþing í tengslum við sýningu á verkinu Undirstöðu eftir Katrínu Sigurðardóttur verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardag milli 13 og 16.

Menning