Menning

Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa

Lestrarhátíðin Ljóð í leiðinni hefst í dag. Þemað í ár er borgarljóð og verður ljóðum og ljóðlínum meðal annars komið fyrir á strætisvögnum og í biðskýlum, opnað ljóðakort af Reykjavík, gefin út ljóðabók og fleira og fleira.

Menning

Ekki fara í buxurnar!

Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess.

Menning

Örsnauður sjúklingur skal þræla í járnum

Illugi Jökulsson rakst í fornum plöggum á söguna um Helga Guðmundsson sem uppi var á 18. öld, og fannst sárt til að vita að útlenskur embættismaður Danakóngs sýndi þeim vesling meiri skilning en Íslendingar sjálfir.

Menning

Haldið upp á Evrópska tungumáladaginn

Evrópski tungumáladagurinn er í dag. Hátíðadagskrá í tilefni hans verður í Bratta, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð, og hefst klukkan 16. Yfirskriftin er Tungumálakennsla í takt við tímann.

Menning

Jeppar voru aflgjafar innan túngarðsins

Frá hestum til hestafla er síðasta bókin í þríleik um vélvæðingu landbúnaðarins á Íslandi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Hún fjallar bæði um hesta sem dráttardýr og hvernig jeppar voru notaðir við jarðvinnu og slátt.

Menning

Grillmatur og cachaça í Brasilíu

"Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí.

Menning

Það þarf ekki meirapróf til að hafa skoðun á klassískri tónlist

Halla Oddný Magnúsdóttir lauk nýverið framleiðslu Útúrdúrs, fimm þátta seríu um klassíska tónlist sem hóf göngu sína um síðustu helgi. Innblásturinn kom víða að, meðal annars frá firrtum yfirstéttarkarli og BBC, sjónvarpsstöð sem biðst ekki afsökunar á því að vera ríkismiðill.

Menning