Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar 20. ágúst 2025 15:00 Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar