Skoðun

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Ágúst Mogensen skrifar

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun

Raf­magns­leysi

Ingibjörg Isaksen skrifar

Rafmagn er grundvallarorkugjafi okkar. Það lýsir upp heimili okkar og án þess gæti verið flókið að elda kvöldmatinn, þvo þvott og geyma matvæli. Þá er rafmagn mikilvægt í heilbrigðisþjónustu þar sem það knýr áfram lífsnauðsynleg lækningatæki. Sífellt fleiri rafmagnsbílar koma á göturnar, jafnvel rafmagnsflutningabílar.

Skoðun

Botn­laust hungur, skefja­laus græðgi

Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar.

Skoðun

Lé­legasti seðla­banki norðan Alpa­fjalla heldur strikinu

Örn Karlsson skrifar

Það var vissulega áhugavert að sjá hvort nýr peningastefnumaður, Ásgerður Ósk Pétursdóttir, gæti hrint umbótum af stað í lélegasta seðlabanka í norðanverðri Evrópu, Seðlabanka Íslands. Nú er ljóst að þess er ekki að vænta að óbreyttu. Síðasta ákvörðun peningastefnunefndar um 10% stýrivexti og grein Ásgerðar Óskar í nýjasta tölublaði Vísbendingar taka af öll tvímæli.

Skoðun

Sjálf­stæði Ís­lendinga og hval­veiðar

Valgerður Árnadóttir skrifar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrir það fær hún 3.879.000 krónur í laun á mánuði. Fyrir svo há laun myndi man áætla að hún væri að veita sínum félagsmönnum ráðleggingar af mikilli fagmennsku með ritrýnd gögn og vísindi að leiðarljósi.

Skoðun

Bankarnir geta gert betur fyrir fólkið í landinu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar

Í öllum þjóðfélögum er mikilvægt að allir standi neytendavaktina, ekki síst á verðbólgutímum. Nýverið var kynnt skýrsla um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem er afrakstur vinnu starfshóps sem ég skipaði til þess að skoða stöðu neytenda og samkeppnisaðstæður á innlendum bankamarkaði þar sem m.a. yrði litið til gagnsæi þóknana, vaxtakostnaðar, gjaldtöku og annarra kostnaðarliða sem neytendur bera.

Skoðun

Sam­göngu­sátt­máli um betri borg

Birkir Ingibjartsson skrifar

Nú stendur yfir vinna hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og ríkinu við að uppfæra Samgöngusáttmálann sem sömu aðilar undirrituðu haustið 2019 og hefur talsvert verið til umræðu síðustu daga. Frá þeim tímapunkti hefur margt breyst sem lá að baki þeim forsendum sem sáttmálinn byggir á.

Skoðun

Slæmir stjórn­endur slátra gagn­sæi

Sigurður Ragnarsson skrifar

Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og „The Trillion Dollar Coach“ um Bill Campbell, „The Subtle Art of Not Giving a f*ck“, „Winning" eftir Jack Welch“, „The Ride of a Lifetime“ eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og „No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention.“

Skoðun

Til­rauna­dýr Seðla­bankans

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Seðlabankastjóri hefur líkt 14 stýrivaxtahækkunum bankans við n.k. tilraun. Í hartnær tvö ár hef ég ásamt tugþúsundum annarra Íslendinga verið í óumbeðnu ólaunuðu aukastarfi sem tilraunadýr seðlabankastjórans og peningastefnunefndar.

Skoðun

Auka lífs­gæði og spara milljarða

Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar

Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega.

Skoðun

„Grípum geirinn í hönd!“

Gylfi Þór Gíslason skrifar

Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður.

Skoðun

Fimm stjörnu lúxus­hótel banana­flugunnar

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Þessi fagurlega mótaða karfa undir matarafganga sem SORPA færði okkur að gjöf um daginn er gott dæmi um mjög góða hönnun. Um matarafgangana leikur gott loftflæði og bananaflugurnar sem ég skaut yfir skjólshúsi núna nýlega hafa gott aðgengi að sinni fæðu allan sólarhringinn.

Skoðun

Vissir þú að það má ekki meiða börn?

Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum.

Skoðun

Símafrí í september

Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa

Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd.

Skoðun

Þræðir lands og þjóðar

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari.

Skoðun

Sameiginleg ást okkar DiCaprio

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög.

Skoðun

Ritdómur um leikrit True North

Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar

Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins.

Skoðun

Rétt­læti hins sterka, gildrur í dóms­kerfinu

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið.

Skoðun

Af hverju ættirðu að gefa bankanum peningana þína?

Haukur Skúlason skrifar

Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er.

Skoðun

Tökum jafn­réttið alla leið

Sandra Björk Bjarkadóttir skrifar

Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu.

Skoðun

Vilja­leysi eða verk­leysi ríkis­stjórnar Ís­lands?

Hörður Guðbrandsson skrifar

Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn.

Skoðun

Trump og lýð­ræðis­leg hnignun

Jun Þór Morikawa skrifar

Bandaríkin eru án efa valdamesta ríki jarðar. Sumir kunna að halda því fram að ekki aðeins vegna pólitískra, efnahagslegra og hernaðarlegra áhrifa sinna, heldur einnig alþjóðlegra áhrifa sinna sem leiðarljóss stjórnarskrárbundins lýðræðis.

Skoðun

Þegar gefur á bátinn

Hildur Björnsdóttir skrifar

Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum.

Skoðun

Fjársjóður hafsins

Rúnar Magni Jónsson skrifar

Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar.

Skoðun