Skoðun

Ástandskýrsla Hafró

Atli Hermannsson skrifar

Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni.

Skoðun

Hvað kostar að sökkva framtíðinni?

Margrét Erlendsdóttir skrifar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00.

Skoðun

Á krossgötum

Þórarinn Ingi Pétursson og Stefán Vagn Stefánsson skrifa

Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri.

Skoðun

Bitcoinvirkjunin

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun

Skynsamleg skref í hárrétta átt

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Nýsamþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri með það að markmiði að draga úr verðbólguþrýstingi. Lagt er upp með aðhald á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga.

Skoðun

Í hvernig samfélagi búum við?

Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar

Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því.

Skoðun

Rísum upp

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu.

Skoðun

Pæling um lokaeinkunnir

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar.

Skoðun

Það birtir alltaf til!

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík.

Skoðun

Toppurinn á ís­jakanum

Anna Steinsen skrifar

Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda.

Skoðun

Nýtt minnis­blað um á­hrif Hvamms­virkjunar á Þjórs­ár­laxinn

Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson og Árni Finnsson skrifa

Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísimarkverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum.

Skoðun

Allt gerist svo hægt

Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Við vinnum á hraða snigilsins þegar við ættum að vera á hraða blettatígurs þegar kemur að því að sinna aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta er alls ekki eitthvað séríslenskt, langt í frá, en við þurfum ekki að vera eins og restin að heiminum. Við hér á landi ættum að geta hlaupið mun hraðar þegar kemur að þessum málaflokki og sett öðrum gott fordæmi til að gera slíkt hið sama.

Skoðun

Hættu­leg orð­ræða

Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Orð hafa áhrif. Við vitum þetta öll, en engu að síður er umræðan um það hvað er í lagi að segja - og hvað ekki - mjög skautuð og erfið. Undanfarið hefur verið fjallað um það hvort réttlætanlegt sé að búa til sérstaka aðgerðaráætlun til þess að taka á hatursorðræðu og fræða um hana víða innan stjórnkerfisins og meðal almennings.

Skoðun

Sið­ferðinu kastað á bálið

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu.

Skoðun

Gjald­miðillinn á­samt for­sætis- og fjár­mála­ráð­herra þarf að víkja

Vilhelm Jónsson skrifar

Það er löngu tímabært að ábyrgðarlitlir og þaulsætnir þingmenn sem hafa staðið að baki áratuga stjórnleysi og rányrkju þjóðarauðlinda taki pokann sinn. Vitræn fasteignauppbygging getur aldrei þrifist við þá verðbólgu og endalausar smáskammta lagfæringar sem hafa viðgengist áratugum saman vegna fyrirhyggju- og úrræðaleysi stjórnmálamanna.

Skoðun

Í landi tæki­færanna

Inga Sæland skrifar

Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur.

Skoðun

Laxa­­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð – hvers vegna?

Jón Árni Vignisson skrifar

Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif.

Skoðun

Þetta er ekki hjálp­legt, Ás­geir

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa und­ir kjara­samn­inga og hækka verðið dag­inn eft­ir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni.

Skoðun

Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Lóa Ólafsdóttir skrifar

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig“. Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð.

Skoðun

Takt­laus seðla­banka­stjóri

Karl Guðlaugsson skrifar

Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu.

Skoðun

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim.

Skoðun

Ferða­menn til mestu ó­þurftar!

Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa

Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu.

Skoðun

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. 

Skoðun

Mál­stol aftur í há­mæli

Ingunn Högnadóttir skrifar

Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér.

Skoðun

Guggan lifir enn

Páll Steingrímsson skrifar

Undanfarin ár hefur fjárfesting Reynis Traustasonar og lífsviðurværi sonar hans birt endalausar falsfréttir um Samherja og forstjóra félagsins. Nú þegar sitthvað er að koma í ljós um starfsaðferðir þar á bæ dustar Reynir rykið af lífseigasta bullinu um Gugguna á Ísafirði.

Skoðun

„Geð­veikir“ starfs­menn

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi.

Skoðun

Clapton er guð

Kristinn Theódórsson skrifar

Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei.

Skoðun