Skoðun

Það besta sem þú gerir fyrir lofts­lagið

Halldór Björnsson skrifar

Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans.

Skoðun

Þú mátt vera afi (og ég má vera amma)

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn.

Skoðun

Orð­fimi ungra menningarsinna

Klara Nótt Egilson skrifar

Ég las áhrifamikinn pistil eftir ungan höfund á vef Vísis í vikunni þar sem höfundur lýsti yfir áhyggjum af því að stór hluti ungra drengja hér á landi gæti ekki lesið sér til gagns eða gamans. Þann sama dag sat ég ráðstefnu Rithöfundasambands Íslands um stöðu bókmennta í Eddu, húsi íslenskunnar, þar sem rætt var hvort nauðsyn væri á að setja íslensk bókalög.

Skoðun

Á­hætta með tekjur af skemmti­ferða­skipum

Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa

Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki.

Skoðun

Fram­bjóð­endur, gerið betur

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna.

Skoðun

Greiðar sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Ólafur Adolfsson skrifar

Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu.

Skoðun

Stuldur um há­bjartan dag

Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar

Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum.

Skoðun

7.500 í­búðir á Reykja­víkur­flug­velli?

Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna.

Skoðun

Að kreista mjólkur­kúna

Björg Ágústsdóttir skrifar

Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., sem er í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, eru gerðar breytingar á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011.

Skoðun

Efna­hags­mál eru lofts­lags­mál

Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar

Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt.

Skoðun

Nýtt hús­næðis­lána­kerfi

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi.

Skoðun

Flug til fram­tíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.

Skoðun

Betri stjórn­völd, ekki meiri stjórn­völd

Sigríður María Egilsdóttir skrifar

Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út.

Skoðun

Blóðmeramálið til um­boðs­manns

Árni Stefán Árnason skrifar

Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins.

Skoðun

Ný Ölfus­ár­brú – af hverju svona brú?

Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar

Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú.

Skoðun

Frið­helgar fótboltabullur

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn.

Skoðun

Sex af níu flokkum á móti hval­veiðum

Valgerður Árnadóttir skrifar

„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.”

Skoðun

Allt fyrir listina

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember.

Skoðun

Tryggjum ný­liðun bænda­stéttarinnar

Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.”

Skoðun

Óska­listi minn

SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa.

Skoðun