Skoðun

Ríkis­jarðir á að selja bændum

Haraldur Benediktsson skrifar

Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar.

Skoðun

Hvenær má ég hætta að vera stelpa?

Una Hildardóttir skrifar

Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum.

Skoðun

Um bólu­setningu flug­á­hafna

Baldur Vilhjálmsson skrifar

Víða um heim leggja yfirvöld áherslu á að bólusetja flugáhafnir sínar til að liðka fyrir bæði nauðsynlegum vöruflutningum og endurreisn ferðaþjónustunnar. Þegar bólusetningarferli flugáhafna víðsvegar um heiminn eru skoðuð bendir flest til þess að íslenskar áhafnir séu mjög aftarlega i ferlinu.

Skoðun

U­hunoma synjað um land­vistar­leyfi af Kæru­nefnd út­lendinga­mála

Tómas Manoury,Hallgrímur Helgason,Morgane Priet-Mahéo,Ívar Pétur Kjartansson og Magnús Tryggvason Eliassen skrifa

Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Skoðun

Sam­tryggingar­fólkið

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%.

Skoðun

Raf­hlaupa­hjól í um­ferð

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta.

Skoðun

Marg­falt of­beldi / Compounded vio­l­ence / Coraz częstsza przemoc

Sólveig Anna Jónsdóttir og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa

Í #metoo sögum erlendra kvenna á Íslandi, kom skýrt fram að margar þeirra hafa reynslu af kynferðisofbeldi sem og kynferðislegri áreitni á vinnustað. Frásagnir þeirra endurspegla jafnframt hvernig staða þeirra í íslensku samfélagi og jaðarsetning getur gert reynslu þeirra af ofbeldi og afleiðingum þess flóknar og marglaga. Það getur meðal annars komið til vegna skerts aðgengis að upplýsingum og þjónustu.

Skoðun

Upp­færum stýri­kerfið

Bjarni Benediktsson skrifar

Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir.

Skoðun

Menntun í heima­byggð

Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur.

Skoðun

Sjálfsagðir hlutir

Arnar Sveinn Geirsson skrifar

Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma.

Skoðun

Rauður dregill er ekki það sem Strætó þarf

Jónas Elíasson skrifar

Baráttu borgarlínusinna er stjórnað af félagi sem kallar sig Félag um bíllausan lífsstíl eða eitthvað álíka. Félagið hefur þegar fengið tilfærslur á nokkrum strætóbiðstöðvum framgengt til að tefja enn frekar fyrir bílaumferð en orðið er.

Skoðun

Ó­lög­legt eftir­lit á Akra­nesi

Karl Hrannar Sigurðsson skrifar

Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti.

Skoðun

Fá­rán­leg, hlægi­leg, glæp­sam­leg

Eva Hauksdóttir skrifar

Sá ágæti samfélagsrýnir Kári Stefánsson styður nú hugmyndir um nauðungarvistun í sóttvarnarhúsum. Sami Kárinn og sá sem í júní 2020 vildi bjóða heiminn velkominn.

Skoðun

Samfylkingin endurskrifar söguna

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt.

Skoðun

Eins og…

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu…

Skoðun

Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög?

Una Hildardóttir skrifar

Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Skoðun

Tveir fasteignasalar um hverja sölu?

Einar G. Harðarson og Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifa

Í síðustu greinum okkar „Fasteignasalar á hálum ís?“og „Gerum betur í fasteignaviðskiptum“ getum við þess að tvo fasteignasala þurfi til að gæta hagsmuna beggja aðila, þ.e. kaupanda og seljanda.

Skoðun

Að loka landi

Andrea Sigurðardóttir skrifar

Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri.

Skoðun

Læknir gerist lagaspekingur

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði.

Skoðun

Um al­þýð­lega drottningu og stæri­látan prins

Bryndís Schram skrifar

Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni.

Skoðun

Ráðherrar á rangri braut

Ólafur Ísleifsson skrifar

Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra.

Skoðun

Lausnin er úti á landi

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein.

Skoðun

Svar við bréfi Helgu

Kári Stefánsson skrifar

Helga Vala Helgadóttir ég þakka þér fyrir hófstillt og fallegt bréf til mín. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ég er að mestu ósammála efni bréfsins þótt ég nemi í því fegurð og velvilja í minn garð og þjóðarinnar allrar.

Skoðun

Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf?

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir.

Skoðun