Grænir hvatar í bláu hafi Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. júní 2022 14:01 Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun