Sport

Haaland að verða pabbi

Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni.

Fótbolti

„Naut þessa leiks í botn“

Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil.

Körfubolti

Læri­sveinar Heimis með sinn fyrsta sigur

Fjölmargir leikir fóru fram í Þjóðadeildinni í kvöld. Írland fagnaði sínum fyrsta sigri í deildinni þegar liðið lagði Finnland en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í þremur tilraunum.

Fótbolti

„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. 

Fótbolti

Danny Green leggur skóna á hilluna

Bandaríski bakvörðurinn Danny Green tilkynnti í dag að skórnir væru komnir upp á hillu eftir langan og farsælan feril. Green, sem varð 37 ára í sumar, lék alls 14 tímabil í NBA-deildinni og varð þrisvar sinnum meistari.

Körfubolti

Åge ræður hvort kallað verði í Albert

Eftir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun er það í höndum landsliðsþjálfarans Åge Hareide að ákveða hvort hann taki þátt í leikjunum við Wales og Tyrkland, í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales

Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta annað kvöld.

Fótbolti

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn