Tónlist

Þorri íslenskra rokkara á svið

„Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars.

Tónlist

DMX kemur á stóra hátíð í Keflavík

"Það verða tíu erlend atriði á hátíðinni og ég get staðfest að DMX er eitt þeirra, en hann er ekki það stærsta. Auk þess verður þarna rjóminn af íslensku tónlistarsenunni,“ segir umboðsmaðurinn Ólafur Geir Jónsson.

Tónlist

Líta á tónlistina sem trúarbrögð

"Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu,“ segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar.

Tónlist

Frábært að vera komin svona langt í keppninni

"Við þekktumst lítið en vissum vel af hvort öðru í gegnum tónlistargeirann. Þegar við hittumst fyrst að syngja inn lagið í stúdíó komumst við að þeirri skemmtilegu staðreynd að hún er uppalin tveimur götum fyrir ofan mig í Mosfellsbænum," segir Jógvan Hansen sem keppir til úrslita í undankeppni söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Til þín ásamt Stefaníu Svavarsdóttur á laugardaginn kemur.

Tónlist

Safnar peningum á Kickstarter

Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia.

Tónlist

Einstakt tækifæri

Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda.

Tónlist

Daft Punk með plötu í vor

Daft Punk hefur samið við útgáfuna Columbia og mun gefa út fjórðu plötu sína í vor. Franska dansdúóið var áður á mála hjá Virgin sem það samdi við árið 1996.

Tónlist

Fyrsta platan í fjóra áratugi

Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár.

Tónlist

Flytja Dark Side of the Moon

Hljómsveitin Dúndurfréttir ætlar að flytja eitt helsta meistaraverk rokksögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl. Tilefnið er fjörutíu ára afmæli plötunnar.

Tónlist

Bieber syngur lag um fyrrverandi

Poppgoðið Justin Bieber er búinn að semja lag um sambandsslit sín og ungstirnisins Selenu Gomez. Lagið heitir Nothing Like Us og er á plötu hans Believe Acoustic sem kemur út í dag.

Tónlist

Seldi vínyl til að fjármagna plötuna

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól.

Tónlist

Vínyllinn aftur kominn undir nálina

Eftir tuttugu ára eyðimerkurgöngu eru vínylplötur aftur komnar í tísku og sala á þeim hefur aukist mjög á undanförnum árum. Fréttablaðið kannaði hinn mikla uppgang vínylmenningarinnar á Íslandi.

Tónlist

Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós

Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær.

Tónlist

Áfram sviptingar í plötusölu

Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl.

Tónlist

Þeir síðustu fyrir Evróputúr

Sólstafir spilar á sínum fyrstu tónleikum undir eigin formerkjum í tæpt ár á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Þetta verða einnig síðustu tónleikar rokksveitarinnar áður en hún fer í Evróputúr. Vinna við næstu plötu er sömuleiðis í fullum gangi.

Tónlist

Souleyman á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt um tólf flytjendur sem fram koma á hátíðinni í haust. Í erlendu deildinni eru það Sýrlendingurinn Omar Souleyman, sem hefur endurhljóðblandað fyrir Björk, enski elektrómeistarinn Gold Panda, sænsku vúdúrokkararnir Goat, raftónlistarkonan Fatima Al Qadiri frá Kúveit, sænska þjóðlagasöngkonan Anna Von Hausswolff og noise-pönkararnir kanadísku í No Joy.

Tónlist

Íslensk tónlist vestanhafs

Umsóknarfrestur Útón vegna safnplötunnar Made in Iceland, þar sem kynnt verður íslensk tónlist á erlendri grundu, rennur út í dag. Síðustu fimm ár hafa Útón og Iceland Naturally staðið fyrir þessu verkefni. Markmiðið er að kynna nýja frumsamda tónlist frá Íslandi í Bandaríkjunum og vekja athygli háskólaútvarpsstöðva og þeirra sem kaupa tónlist fyrir myndefni á íslenskri tónlist. Verkefnið felur í sér gerð safnplötu sem er dreift til yfir sex hundruð útvarpsstöðva og bloggara. Nánari upplýsingar fást hjá Tómasi Young á netfanginu tomas@icelandmusic.is.

Tónlist

Hasar og hávaðarokk

Þungarokkararnir í Metallica eru síður en svo af baki dottnir þrátt fyrir að flestir meðlimir sveitarinnar standi nú á fimmtugu. Þessi goðsagnakennda sveit hefur lokið við gerð þrívíddarkvikmyndar í fullri lengd, þar sem hasar og lifandi tónlist renna saman í eitt.

Tónlist

Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér

Myndband Haralds Haraldssonar við lag dúettsins Barregaard&Briem, Love With You, hefur vakið athygli víða um heim. Myndbandið var einfalt í smíðum og tekið upp í stofunni heim hjá leikstjóranum þar sem myndvarpi og fallegar hönnunarhillur leika stórt hlutverk.

Tónlist

Hinn mystíski draumaheimur

Fyrsta EP-plata hljómsveitarinnar Oyama, I Wanna, er óður til svefnsins. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna,“ segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon.

Tónlist

Jón Þór fagnar nýrri sólóplötu

Tónlistarmaðurinn Jón Þór, fyrrum söngvari og gítarleikari Lödu Sport og Dynamo Fog, heldur upp á útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, Sérðu mig í lit?, á Faktorý á föstudaginn.

Tónlist

Eftirlæti gagnrýnenda

Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf.

Tónlist

2013 verður Bowie-ár

Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars.

Tónlist