Tónlist

Ljúka nýrri plötu á árinu

Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu.

Tónlist

Slægur fer gaur með gígju

Á sunnudaginn var hófst endurflutningur á sjö þátta seríu um Bob Dylan frá árinu 1989. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas og eru þættirnir á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20:00.

Tónlist

Kennir aðdáendum að spila lögin sín

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdáendur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum.

Tónlist

Orð eins árs

Haldið verður upp á eins árs afmæli hip hop-þáttarins Orð á Barnum í kvöld. Fyrsti árslisti þáttarins, sem er á dagskrá Flass 104,5, var fluttur í síðasta þætti og samanstóð hann af 25 bestu plötum ársins 2006 og 34 bestu lögunum.

Tónlist

Tónleikum frestað

Tónleikum sænsku hljómsveitarinnar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka.

Tónlist

Tvö lög frumflutt

Hljómsveitin Manic Street Preachers frumflutti nýverið tvö lög á tónleikum í Manchester. Sveitin hefur ekkert starfað síðan þeir James Dean Bradfield og Nicky Wire hófu sólóferil en ætlar nú að reyna fyrir sér á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Platan Send Away the Tigers er væntanleg í vor og lofa þeir félagar góðri endurkomu þar sem ferskleikinn verður í fyrirrúmi.

Tónlist

Ætlar ekki að gefast upp

Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær.

Tónlist

Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi

Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property“.

Tónlist

Aldrei of seint fyrir Noruh

Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefnist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög.

Tónlist

Vinsælustu lög Ladda

Tvöföld safnplata með Ladda, Hver er sinnar kæfu smiður, kemur út á mánudag. Á plötunum tveimur er að finna öll vinsælustu lögin í flutningi Ladda og spanna þau langan feril hans.

Tónlist

Syngja meðan heilsan leyfir

Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum.

Tónlist

Bítlatexti á uppboð

Handskrifaður texti við Bítlalagið While My Guitar Gently Weeps verður seldur á uppboði í Bandaríkjunum næstkomandi mánudag.

Tónlist

Morrissey keppir í Eurovision

Fulltrúi Englendinga í Evrópsku söngvakeppninni í maí gæti orðið af ólíklegra taginu. Allt útlit er fyrir að það verði Morrissey, sem keppi fyrir Englands hönd í Eurovision. Morrissey, sm er 47 ára, er best þekktur sem aðalsöngvari The Smiths, hinna myrku meistara breska indie-rokksins á níunda áratugnum. Sólóferill Morrisseys hefur frekar verið á uppleið að undanförnu. BBC, breska ríkisútvarpið, sem sér um að velja þátttakendur Englands í söngvakeppninni, hefur staðfest að það sé í viðræðum við Morrissey um að hann semji of flytji lag Englands í keppninni, sem verður haldin í Helsinki í Finnlandi í maí í vor.

Tónlist

R.E.M., Van Halen og Patti Smith valin

Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars.

Tónlist

Kemur The Police saman aftur?

Orðrómur er uppi um að hljómsveitin The Police ætli að koma saman á nýjan leik á þessu ári með tónleikahaldi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessu ári verða þrjátíu ár liðin frá því að eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Roxanne, kom út. Var það jafnframt fyrsta lagið sem vakti athygli á The Police í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1986.

Tónlist

Eftirvænting við Hagatorg

Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni.

Tónlist

Jarvis - þrjár stjörnur

Ekki láta spaugileg „90"s“ kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist.

Tónlist

Úrval einleiksverka fyrir selló

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur tónleika í Salnum í kvöld og leikur þar fjölbreytt einleiksverk. Sæunn hóf sellónám sitt 5 ára gömul og útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music síðastlitið vor og hlaut þar verðlaun sem framúrskarandi nemandi bæði í sellóleik og kammertónlist.

Tónlist

Raftónlistarfólk í nýju dagatali

Verslunin 12 tónar hefur gefið út dagatal fyrir árið 2007 tileinkað íslenskum raftónlistarmönnum. Bassaleikaradagatal verslunarinnar kom út í fyrra og vakti mikla lukku.

Tónlist

Miðasala hefst í dag

Miðasala á þrenna tónleika sænsku söngkonunnar Lisa Ekdahl hér á landi í byrjun mars hefst í dag. Fyrstu tónleikar hennar verða á Nasa 1. mars, þeir næstu verða á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir og síðustu tónleikarnir verða í Víkurbæ í Bolungarvík 3. mars. Miðasalan hefst kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar og verslunum BT. Miðaverð er 2.900 krónur.

Tónlist

Barist fyrir framtíð TÞM

Næstkomandi laugardag verða haldnir baráttutónleikar fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er með starfsemi að Hólmaslóð 2 í Reykjavík.

Tónlist

Tilfinningarík tónlist

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun. Yfirskrift tónleikanna er „Ljúflingslög“ en að sögn Antoníu verður leitast við að hafa andrúmsloftið rólegt og afslappandi og munu þau flytja íslensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar tónskálds ásamt lögum eftir Vivaldi og Mozart.

Tónlist

Snow Patrol söluhæst

Hljómsveitin Snow Patrol átti mest seldu plötu síðasta árs í Bretlandi. Platan, sem nefnist Eyes Open og er fjórða plata sveitarinnar, seldist í 1,2 milljónum eintaka.

Tónlist

Queen besta breska hljómsveitin

Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlustenda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljómsveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeislun.

Tónlist

Kylie ákaft fagnað

Hin smávaxna ástralska söngkona Kylie Minogue gat ekki hafið söng fyrir fagnaðarlátum áhorfenda sem ætlaði aldrei að linna þegar hún söng nýja árið í garð á Wembley Arena. Alls mættu tólf þúsund aðdáendur söngkonunnar og stóð Kylie klökk á sviðinu þegar þeir tóku á móti henni með þessum hætti.

Tónlist