Tónlist

Pétur spilar í kvöld

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Pétur hlaut nýverið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Var hann tilnefndur fyrir bestu plötuna í flokknum rokk/jaðartónlist, sem söngvari ársins og sem bjartasta vonin.

Tónlist

Obbosí í Ráðhúsinu

Leikkonan Kristjana Skúladóttir og hljómsveit heldur útgáfutónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 16. Þar verður á dagskrá efni fyrir börn sem er á geisladisknum OBBOSÍ sem út kom fyrir skemmstu. Þetta verða því sannkallaðir barna- og fjölskyldutónleikar þar sem aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Tónlist

Margt um Mannakorn

Tveir diskar detta í fangið á hlustandanum: Ekki dauðir enn og Jól með Mannakornum. Sá fyrri skrapp úr pressunum í vor og geymir upptökur frá þrítugsafmæli hljómsveitarinnar, hinn seinni nýkominn og geymir sígildar jólaperlur. Báðir diskarnir koma út hjá forlaginu Sögur.

Tónlist

Lög á léttum nótum

Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög undir yfirskriftinni Það besta við jólin í tónleikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu á morgun. Einnig munu félagar úr leikfélaginu Hugleik flytja leikþáttinn Ein lítil jólasaga og jólasöngleikinn Mikið fyrir börn eftir Þórunni.

Tónlist

Jólatónleikar hjá Kammersveitinni

Kammersveit Reykjavíkur efnir til hefðbundinna jólatónleika sinna í Áskirkju á morgun kl. 16. Að þessu sinni verða þetta miklir fjölskyldutónleikar, því Nardeau-fjölskyldan leikur öll einleik og að auki spila þær þrjár systur Ingólfsdætur einleikinn í Jólakonsert Corellis.

Tónlist

JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu

„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell.

Tónlist

Hátíðlegt við Hagatorg

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta.

Tónlist

Troðfullt á jólatónleikum í Dalvíkurkirkju

Hátt í 400 manns troðfylltu Dalvíkurkirkju í gærkvöldi á jólatónleikum sem Sparisjóður Svarfdæla bauð til. Á tónleikunum söng Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, ásamt hljómsveit og söngkonunni Regínu Ósk. Efnisskráin var prýdd í bland efni af nýútkomnum hljómdiskum þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar, auk jólaefnis.

Tónlist

Vill vinna með Floyd

Rapparinn Lupe Fiasco vill vinna með hljómsveitinni fornfrægu Pink Floyd eða einhverjum meðlimum hennar á næstunni.

Tónlist

Útsölunni lokið

Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög.

Tónlist

Trabant snýr aftur með nýtt efni

„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants.

Tónlist

Lay Low á Akureyri

Laugardagskvöldið 16. desember verða haldnir tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri, þar sem fram kemur hin margrómaða tónlistarkona Lay Low og heimamaðurinn Ívar Bjarklind ásamt hljómsveit.

Tónlist

Lítið um tilraunamennsku

Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi þegar tónlistarmynddiskar ársins 2006 eru skoðaðir. Trausti Júlíusson tékkaði á nokkrum af mest seldu diskum ársins.

Tónlist

Hátíðlegir jólatónar í Hafnarfirði

Kór Flensborgarskólans heldur hátíðartónleika sína í hinum nýja og glæsilega sal Flensborgarskólans, Hamarssal á morgun kl. 16. Sérstakir gestir tónleikanna verða söngvarinn Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth. Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg.

Tónlist

Algjört prump

Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt.

Tónlist

Dj Jerry spilar

Plötusnúðurinn Dj Jerry þeytir skífum í jólapartíi á Barnum á laugardag. Dj Jerry er hluti af Kits-uné-útgáfunni sem sérhæfir sig í elektró- og danstónlist. Hann er fastaplötusnúður á Kitsuné-kvöldunum í París auk þess sem hann spilar á Boom Box-kvöldunum í London. Upphitun verður í höndum Dj Casanova og byrjar stuðið upp úr 23.00. Aðgangseyrir er enginn.

Tónlist

Árslistarnir að tínast til

Menningarsíðan Metacritic hefur tekið saman helstu árslista tónlistartímarita og vefmiðla yfir bestu plötur ársins 2006. Frumraun ensku strákanna í Arctic Monkeys er þar áberandi, en hún hlaut Mercury-verðlaunin sem besta plata ársins í september.

Tónlist

Árlegir tónleikar

Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna fara fram í Háskólabíói í áttunda skiptið 28. desember næstkomandi. Rjómi íslenskra tónlistarmanna leggur málefninu lið á ári hverju, en skipulagning hefur frá upphafi verið í höndum umboðsmanns Íslands, Einars Bárðarsonar. Allir tónlistarmenn og aðrir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, en Háskólabíó leggur til húsnæðið.

Tónlist

Á stærstu tónlistarráðstefnu heims

Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum.

Tónlist

Undurfögur og heillandi

Skúli Sverrison er kannski ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en hann er svo sannarlega með þeim farsælustu. Samstarf við bæði Blonde Redhead og Laurie Anderson sanna það. Sería er fyrsta sólóbreiðskífa Skúla sem er gefin út hérlendis en hana er ákaflega erfitt að tengja við einhverja ákveðna tónlistarstefnu. Mætti þó kannski lýsa sem tregafullu avant-garde poppi.

Tónlist

Syngur í hálfleik

Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar. Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas.

Tónlist

Tóku upp Heroin

Tveir meðlimir Weezer hafa tekið upp lagið Heroin eftir The Velvet Underground fyrir kvikmyndina Factory Girl. Um er að ræða gítarleikarann Brian Bell og trommarann Patrick Wilson.

Tónlist

Sungið á aðventu

Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Á tónleikum annað kvöld mun kórinn flytja verkin Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel.

Tónlist

Sorglegasta lagið

Samkvæm,t nýrri rannsókn er lag hljómsveitarinnar The Verve, The Drugs Don"t Work, líklegast til að kalla fram tár hjá fólki.

Tónlist

Útgáfu fagnað á Domo

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á Domo- bar í kvöld ásamt hljómsveit og fagnar þar útgáfu disksins Varps. Eru tónleikanir hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans sem nú hefur hreiðrað um sig á þessum öndvegis tónleikastað.

Tónlist