Veður

Út­lit fyrir skap­legt verður eftir há­degi en hvessir í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki.

Veður

„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“

Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir.

Veður

Suð­vestan­átt með éljum í dag og hvessir á morgun

Reikna má með suðvestanátt með éljum í dag en björtu með köflum á norðaustanverðu landinu. Það mælist enn allt að tíu stiga hiti á Austfjörðum nú í morgunsárið en hitastig fer lækkandi í dag og verður í kringum frostmark seinnipartinn.

Veður

Gular við­varanir enn og aftur á morgun

Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun.

Veður

Aldrei jafn kalt í janúar á þessari öld

Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar. 

Veður

Gengur í hvass­viðri eða storm

Þó að það sé tiltölulega rólegt veður á landinu nú morgunsárið þá varir það ekki lengi. Það mun ganga í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Órólegt veður er í kortunum.

Veður

Hvassviðri, gular við­varanir og önnur lægð á leiðinni

Útlit er fyrir austan og suðaustan hvassviðri eða storm á landinu í dag. Það verður úrkoma um allt land og víða á formi slyddu eða snjókomu og hiti verður kringum frostmark. Gular viðvaranir hafa þegar tekið eða munu taka gildi á næstu klukkustundum um nær allt land og eru þær í gildi fram á kvöld eða nótt. Einungis höfuðborgarsvæðið er undanskilið hvað viðvaranir Veðurstofu varðar.

Veður

Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu

Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum.

Veður

Djúp lægð skellur á landið eftir há­degið

Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Veður

Slydda eða snjókoma verður að rigningu

Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum.

Veður

Vest­læg átt og sums staðar stormur

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Veður