Á vef Veðurstofunnar segir að á Suður- og Suðvesturlandi verði vindur hins vegar hægari og lengst af þurrt og bjart.
Frost á landinu verður á bilinu fjögur til sautján stig og verður kaldast inn til landsins.
„Á morgun verður áttin norðaustlæg, víða 8-15 m/s og él, en úrkomulítið suðaustantil. Dregur heldur úr frosti. Eftir hádegi bætir smám saman í vind.
Á sunnudagsmorgun er útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm norðvestantil á landinu með hríðarveðri, en mun hægari vindur í öðrum landshlutum. Síðdegis verður mesti krafturinn farinn úr norðanstrengnum, vindhraði verður þá yfirleitt á bilinu 10-18 m/s með snjókomu um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnan heiða,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustan og norðan 8-15 m/s og víða él, en úrkomulítið suðaustantil. Frost 1 til 13 stig, kaldast inn til landsins. Hvessir norðvestanlands undir kvöld.
Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Norðan 18-25 norðvestantil um morguninn, annars mun hægari vindur. Snjókoma um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnan heiða. Norðan 13-20 m/s seinnipartinn. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag (jóladagur): Norðan og norðaustan 8-15 og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag: Norðaustan 5-13 og allvíða líkur á éljum. Frost 1 til 10 stig.
Á fimmtudag: Austlæg átt og dálítil snjókoma á víð og dreif, en bjartviðri á Vesturlandi. Kalt í veðri.