Viðskipti erlent Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. Viðskipti erlent 11.8.2021 13:30 Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. Viðskipti erlent 9.8.2021 13:10 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. Viðskipti erlent 9.8.2021 11:06 Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 9.8.2021 07:12 Kynna nýja samloku- og langlokusíma á miðvikudaginn Tæknirisinn Samsung mun kynna nýjustu snjalltæki fyrirtækisins á miðvikudaginn. Það verður gert á Unpacked 2021, árlegri kynningu fyrirtækisins, og er fastlega búist við því að nýjar útgáfur tveggja samanbrjótanlegra síma verði opinberaðar. Viðskipti erlent 8.8.2021 13:25 Gates harmar samskiptin við Epstein Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála. Viðskipti erlent 5.8.2021 08:39 Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5.8.2021 07:53 Methagnaður hjá Sony Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna. Viðskipti erlent 4.8.2021 13:29 Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 3.8.2021 09:56 Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Viðskipti erlent 2.8.2021 14:53 Vesen á Snapchat Töluvert fjöldi notenda samfélagsmiðilsins Snapchat virðist hafa lent í vandræðum með að komast inn í smáforritið í gærkvöldi. Fyrirtækið segist hafa komist fyrir vandann, sem plagar þó suma notendur að einhverju leyti enn. Viðskipti erlent 30.7.2021 08:47 Svarta ekkjan í hart við Disney Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Viðskipti erlent 29.7.2021 21:02 Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming. Viðskipti erlent 27.7.2021 22:06 Vonir dofna vegna Delta-afbrigðisins Þær vonir sem fjárfestar víða um heim höfðu varðandi það að lífið væri að færast í eðlilegan farveg, hafa ekki ræst að fullu. Hagkerfi hafa ekki jafnað sig eins hratt og vonast var og óttast er að það geti jafnvel tekið langan tíma vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins. Viðskipti erlent 21.7.2021 13:49 Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári. Viðskipti erlent 19.7.2021 20:55 Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 19.7.2021 19:45 Netflix sækir á leikjamarkaðinn Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Viðskipti erlent 15.7.2021 11:15 Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans. Viðskipti erlent 14.7.2021 10:52 Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ Viðskipti erlent 13.7.2021 07:18 Super Mario leikur seldist á 186 milljónir króna Óopnað eintak af tölvuleiknum Super Mario 64 seldist á uppboði í gær á rúma 1,5 milljón Bandaríkjadala, eða um 186 milljónir íslenskra króna. Aldrei hefur tölvuleikur selst á svo háu verði áður. Viðskipti erlent 12.7.2021 14:06 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Viðskipti erlent 9.7.2021 13:42 Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki. Viðskipti erlent 8.7.2021 14:06 Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Viðskipti erlent 5.7.2021 11:07 Málsvari olíurisa lýsir undirróðri gegn loftslagsaðgerðum Olíurisinn Exxon Mobil hefur beitt sér gegn loftslagsvísindum í gegnum hulduhópa og er í nánum samskiptum við hóp þingmanna til að grafa undan loftslagsaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Þetta viðurkennir málafylgjumaður í samtali sem var tekið upp á laun. Viðskipti erlent 1.7.2021 13:33 Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030 Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030. Viðskipti erlent 1.7.2021 10:25 Ronaldo trónir á toppi peningalista Instagram Knattspyrnukappinn Christiano Ronaldo getur rukkað mest allra í heiminum fyrir kostaða Instagram-færslu. Samkvæmt greiningu HopperHQ getur hann krafist allt að 1,6 milljón bandaríkjadala fyrir hverja færslu. Viðskipti erlent 30.6.2021 15:40 United Airlines pantar 270 þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti nýlega að það hefði gengið frá stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins. Viðskipti erlent 30.6.2021 12:44 Svona virkar algrím Instagram Adam Mosseri, framkvæmdarstjóri Instagram, setti inn ellefu mínútna langt myndband á dögunum þar sem hann útskýrir hið flókna algrím sem stýrir því hvað við sjáum á miðlinum. Viðskipti erlent 29.6.2021 10:23 Virði Facebook fer yfir billjón dali Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. Viðskipti erlent 28.6.2021 21:43 Vildi hætta strax og fá laun í eitt og hálft ár Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að láta Jacob Schram, forstjóra fyrirtækisins, vinna út allan uppsagnarfrest sinn en honum var sagt upp í gærmorgun eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Viðskipti erlent 22.6.2021 23:21 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 334 ›
Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. Viðskipti erlent 11.8.2021 13:30
Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. Viðskipti erlent 9.8.2021 13:10
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. Viðskipti erlent 9.8.2021 11:06
Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 9.8.2021 07:12
Kynna nýja samloku- og langlokusíma á miðvikudaginn Tæknirisinn Samsung mun kynna nýjustu snjalltæki fyrirtækisins á miðvikudaginn. Það verður gert á Unpacked 2021, árlegri kynningu fyrirtækisins, og er fastlega búist við því að nýjar útgáfur tveggja samanbrjótanlegra síma verði opinberaðar. Viðskipti erlent 8.8.2021 13:25
Gates harmar samskiptin við Epstein Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála. Viðskipti erlent 5.8.2021 08:39
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5.8.2021 07:53
Methagnaður hjá Sony Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna. Viðskipti erlent 4.8.2021 13:29
Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 3.8.2021 09:56
Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Viðskipti erlent 2.8.2021 14:53
Vesen á Snapchat Töluvert fjöldi notenda samfélagsmiðilsins Snapchat virðist hafa lent í vandræðum með að komast inn í smáforritið í gærkvöldi. Fyrirtækið segist hafa komist fyrir vandann, sem plagar þó suma notendur að einhverju leyti enn. Viðskipti erlent 30.7.2021 08:47
Svarta ekkjan í hart við Disney Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Viðskipti erlent 29.7.2021 21:02
Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming. Viðskipti erlent 27.7.2021 22:06
Vonir dofna vegna Delta-afbrigðisins Þær vonir sem fjárfestar víða um heim höfðu varðandi það að lífið væri að færast í eðlilegan farveg, hafa ekki ræst að fullu. Hagkerfi hafa ekki jafnað sig eins hratt og vonast var og óttast er að það geti jafnvel tekið langan tíma vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins. Viðskipti erlent 21.7.2021 13:49
Saka kínversk yfirvöld um umfangsmikla tölvuárás á Microsoft Evrópusambandið og yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað kínversk yfirvöld um að hafa staðið að baki umfangsmikilli tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft, fyrr á þessu ári. Viðskipti erlent 19.7.2021 20:55
Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 19.7.2021 19:45
Netflix sækir á leikjamarkaðinn Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Viðskipti erlent 15.7.2021 11:15
Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans. Viðskipti erlent 14.7.2021 10:52
Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ Viðskipti erlent 13.7.2021 07:18
Super Mario leikur seldist á 186 milljónir króna Óopnað eintak af tölvuleiknum Super Mario 64 seldist á uppboði í gær á rúma 1,5 milljón Bandaríkjadala, eða um 186 milljónir íslenskra króna. Aldrei hefur tölvuleikur selst á svo háu verði áður. Viðskipti erlent 12.7.2021 14:06
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Viðskipti erlent 9.7.2021 13:42
Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki. Viðskipti erlent 8.7.2021 14:06
Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Viðskipti erlent 5.7.2021 11:07
Málsvari olíurisa lýsir undirróðri gegn loftslagsaðgerðum Olíurisinn Exxon Mobil hefur beitt sér gegn loftslagsvísindum í gegnum hulduhópa og er í nánum samskiptum við hóp þingmanna til að grafa undan loftslagsaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Þetta viðurkennir málafylgjumaður í samtali sem var tekið upp á laun. Viðskipti erlent 1.7.2021 13:33
Helmingi minni sykur í Pepsí árið 2030 Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsí ætlar að minnka verulega sykur sem bætt er í drykki fyrirtækisins sem eru seldir í ríkjum Evrópusambandsins á þessum áratug. Stefnan er að minnka sykurmagnið um fjórðung fyrir 2025 og um helming fyrir 2030. Viðskipti erlent 1.7.2021 10:25
Ronaldo trónir á toppi peningalista Instagram Knattspyrnukappinn Christiano Ronaldo getur rukkað mest allra í heiminum fyrir kostaða Instagram-færslu. Samkvæmt greiningu HopperHQ getur hann krafist allt að 1,6 milljón bandaríkjadala fyrir hverja færslu. Viðskipti erlent 30.6.2021 15:40
United Airlines pantar 270 þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti nýlega að það hefði gengið frá stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins. Viðskipti erlent 30.6.2021 12:44
Svona virkar algrím Instagram Adam Mosseri, framkvæmdarstjóri Instagram, setti inn ellefu mínútna langt myndband á dögunum þar sem hann útskýrir hið flókna algrím sem stýrir því hvað við sjáum á miðlinum. Viðskipti erlent 29.6.2021 10:23
Virði Facebook fer yfir billjón dali Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. Viðskipti erlent 28.6.2021 21:43
Vildi hætta strax og fá laun í eitt og hálft ár Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að láta Jacob Schram, forstjóra fyrirtækisins, vinna út allan uppsagnarfrest sinn en honum var sagt upp í gærmorgun eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Viðskipti erlent 22.6.2021 23:21