Viðskipti erlent

Tilraun til að slá á verðbólgu

Líkur eru á að seðlabankar heimsins hækki stýrivexti á næstunni. Evrópski seðlabankinn ruddi brautina á fimmtudag og hækkaði stýrivexti úr 1,0 prósenti í 1,25. Camilla Sutton, sérfræðingur gjaldeyrismála hjá kanadíska bankanum Scotia Captial, sagði, í samtali við AP-fréttastofuna í gær, hækkunina tilraun til að draga úr verðbólgu. Hún taldi líkur á að aðrir seðlabankar fylgdu fordæminu fljótlega.

Viðskipti erlent

Aukinn útflutningur er lykill batans

Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.

Viðskipti erlent

Nasdaq OMX býður í NYSE

Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski markaðurinn Intercontinental Exchange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir

Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum.

Viðskipti erlent

Mikil verðhækkun á olíu í dag

Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins.

Viðskipti erlent

Fokið í skattaskjól á Seychelleseyjum

Norrænu ríkin, þ.e. Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands undirrituðu í vkunni samkomulag við yfirvöld á Seychelleseyjum um skipti á skattaupplýsingum. Samkomulagið er enn einn áfanginn í viðamiklu starfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að sporna gegn skattaflótta til annarra landa.

Viðskipti erlent

Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong

Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins. Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins.

Viðskipti erlent

Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð

Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana.

Viðskipti erlent

Viðræðum um kaupin á All Saints slitið

Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs.

Viðskipti erlent

Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta

Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins.

Viðskipti erlent

Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu

Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands.

Viðskipti erlent

Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð

Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar.

Viðskipti erlent