Viðskipti erlent

Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka

Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times.

Viðskipti erlent

Hætt við sölu á skemmtigörðum

Breski fjárfestingarsjóðurinn Candover hefur hætt við sölu á Parques Reunidos, spænsku móðurfélagi 69 afþreyingar- og skemmtigarða víða um heim. Meðal þeirra er BonBon-Land í Danmörku.

Viðskipti erlent

Viðsnúningur í rekstri Magma Energy

Magma Energy skilaði 13,4 milljóna dollara eða rúmlega 1,5 milljarða kr. hagnaði á fyrsta ársfjórðungi rekstrarárs síns en það hófst um mitt sumar. Á sama tímabili í fyrra var tap af rekstri Magma upp á 2,6 milljónir dollara eða um tæplega 300 milljónir kr.

Viðskipti erlent

Eik Bank tapar 40 milljörðum í Danmörku

Eik Bank Denmark, dótturfélag Eik Banki í Færeyjum, mun tapa helmingi af útlánum sínum til fyrirtækja þar í landi eða um 40 milljörðum kr. Alls nema þessi útlán 4,2 miljörðum danskra kr. eða ríflega 80 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Prófessor: Nokkur Evrópuríki í hættu á íslensku hruni

Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði.

Viðskipti erlent

Írar hafa ekki sótt um neyðarlán

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni frá Evrópusambandnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og BBC greindi frá og Vísir hafði svo eftir í gær. Þá greindi BBC frá því að Írar hefðu sótt um allt að 80 milljarða evra lán hjá stofnununum.

Viðskipti erlent

Írar sækja um neyðarlán

Írsk stjórnvöld eiga í viðræðum við Evrópusambandið um fjárhagslegan stuðning samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Þar kemur fram að Írar muni hugsanlega fá neyðarlán upp á 80 milljarða evra. Ráðmenn hafa ekki beinlínis neitað fréttum BBC um málið.

Viðskipti erlent

Þunnur þrettándi á G20 fundinum

Leiðtogar G20 ríkjanna hafa samþykkt útþynnta ályktun um að aðildarríkin eigi að vera á varðbergi gagnvart hættulegu ójafnvægi í viðskiptum sín í millum. Á sama tíma er lítið gert af hálfu G20 til að fullvissa fjárfesta um að heimurinn sé orðinn tryggari gagnvart efnahagslegum hamförum.

Viðskipti erlent

Gullverðið rýfur 1.400 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur rofið 1.400 dollara múrinn og ekkert lát er á verðhækkunum á gulli. Í nótt náði gullverðið í 1.410 dollara á únsuna á markaðinum í New York. Í morgun fór verðið yfir 1.420 dollara á únsuna á markaðinum í London.

Viðskipti erlent

Verslunarkeðjur Kaupþings á blússandi siglingu

Mike Shearwood forstjóri Aurora Fashions segir að uppbygging félagsins muni ganga hraðar fyrir sig en áður var áætlað og að nú einbeiti stjórnin sér að frekari vexti. Aurora Fashions var stofnað af skilanefnd Kaupþings í mars í fyrra en verslunarkeðjurnar Warehouse, Oasis, Coast og Karen Millen tilheyra Aurora Fashions.

Viðskipti erlent