Viðskipti erlent

SpaceX stefnir á metskot

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft.

Viðskipti erlent

Allt sem Samsung kynnti í gær

Samsung kynnti fjölda nýrra snjalltækja á árlegum viðburði fyrirtækisins í gær, Samsung Unpacked, sem að þessu sinni fór alfarið fram á netinu. Þar voru kynntir nýir snjallsímar sem Samsung segir þá öflugustu sem fyrirtækið hafi framleitt.

Viðskipti erlent

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Viðskipti erlent

Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega

Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja.

Viðskipti erlent