Tólf þúsund missa vinnuna þegar netverslun tekur yfir Debenhams Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 10:55 Debenhams óskaði eftir gjaldþrotameðferð í apríl síðastliðnum, í annað skipti á einu ári. Getty/Leon Neal Allt að tólf þúsund starfsmenn munu missa vinnuna þegar öllum verslunum breska vöruhússins Debenhams verður lokað á næstu misserum. Netverslunin Boohoo hefur fest kaup á vörumerki og vefsíðu vöruhússins úr þrotabúi þess en hyggst ekki halda áfram rekstri 118 Debenhams verslana víðs vegar um Bretland. Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Bretland Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Bretland Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira