Viðskipti erlent Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins Ungstirnið Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Hin 19 ára gamla Watson hefur einkum hagnast vel á myndunum um Harry Potter þar sem hún leikur Hermonie. Viðskipti erlent 17.12.2009 11:22 Bresk bæjar- og sveitarfélög saka slitastjórn Glitnis um lögbrot Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. Viðskipti erlent 17.12.2009 10:38 Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni. Viðskipti erlent 17.12.2009 09:59 Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi. Viðskipti erlent 16.12.2009 13:59 Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. Viðskipti erlent 16.12.2009 10:47 Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull. Viðskipti erlent 16.12.2009 09:39 Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Viðskipti erlent 15.12.2009 10:54 Auðmaður ryksugaði stærsta nauðungaruppboð Danmerkur Danski auðmaðurinn Mikael Goldschmidt var með hreint borð á stærsta nauðungaruppboði í sögu Danmerkur. Hann einfaldlega keypti allar eignirnir 310 sem í boði voru. Viðskipti erlent 15.12.2009 09:40 Góðgerðarsjóðir á bakvið stærsta köfuhafann í Glitni The Irish Times greinir frá því í dag að Burlington Loan Management sé meðal kröfuhafa í Glitni en Burlington er staðsett í Dublin. Blaðið átti í erfiðleikum með að finna út eignarhaldið á Burlington en komst næst því að Burlington sé í eigu þriggja góðgerðarsjóða. Viðskipti erlent 15.12.2009 09:02 Átta óskuldbindandi tilboð bárust í Skeljung Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist átta óskuldbindandi tilboð í 49 prósenta hlut í Skeljungi ehf. og tengdum félögum en umræddur hlutur var settur í opið söluferli í lok nóvember sl. Viðskipti erlent 15.12.2009 08:47 Tilboð upp á 50 milljónir punda fyrir West Ham á borðinu SKY fréttastofan segir frá því að fyrrverandi eigendur Birmingham, David Gold og David Sullivan hafa gert 50 milljóna punda tilboð í West Ham. Viðskipti erlent 15.12.2009 08:29 Obama leggur bankamönnum línurnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum. Viðskipti erlent 15.12.2009 07:57 Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou. Viðskipti erlent 14.12.2009 10:47 Olían lækkar í verði en ál, gull og kopar hækka Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun níunda daginn í röð. Fór verðið á WTIN olíunni á markaðinum í New York undir 70 dollara og stendur í 69,65 dollurum á tunnuna. Hefur olíuverðið þar með fallið um 15% síðan í október. Viðskipti erlent 14.12.2009 09:29 Eiturlyfjafé bjargaði bönkum í kreppunni Fjármagn sem var afrakstur eiturlyfjasölu bjargaði nokkrum bönkum frá gjaldþrotum í fjármálakreppunni. Þetta segir Antoino Maria Costa forstöðumaður eiturlyfja og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Margir vefmiðlar hafa greint frá þessu yfir helgina. Viðskipti erlent 14.12.2009 09:08 Hóta enn einu verkfalli hjá BA Yfirvofandi verkfall 12.000 flugliða hjá British Airways gæti sett strik í reikninginn hjá þeim sem þurfa að nýta sér flugsamgöngur í Bretlandi um jólin. Viðskipti erlent 14.12.2009 08:23 Búist við að Hershey geri tilboð í Cadbury Viðræður standa yfir um að súkkulaðiframleiðandinn Hershey yfirtaki Cadbury súkkulaðiframleiðandann, að því er BBC fréttastofan fullyrðir. Viðskipti erlent 13.12.2009 22:00 Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga“. Viðskipti erlent 13.12.2009 03:32 Jólaverslun Breta mun nema 4700 milljörðum króna Breskir neytendur munu kaupa fyrir 23 milljarða punda, eða 4700 milljarða íslenskra króna, út á debetkort fyrir þessi jól. Þetta er 4% aukning frá því í fyrra samkvæmt spá Barclays bankans. Verslun í stórmörkuðum mun nema um 5 milljörðum punda, eða 1000 milljörðum króna, en um einum milljarði verður varið á bensínstöðvum. Viðskipti erlent 12.12.2009 10:06 Stærsti kröfuhafinn er skúffufyrirtæki Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Viðskipti erlent 11.12.2009 19:02 Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk. Viðskipti erlent 11.12.2009 15:24 BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:47 EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:23 Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview. Viðskipti erlent 11.12.2009 12:49 Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew. Viðskipti erlent 11.12.2009 10:03 Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári. Viðskipti erlent 11.12.2009 08:16 Vilja draga úr methalla vestanhafs Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Viðskipti erlent 11.12.2009 05:30 Sjóðir hætta við tilboð í Ratiopharm, Actavis enn með Fjárfestingarsjóðir hafa hætt við að senda inn tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Það er því allt útlit er fyrir að Ratiopharm verði selt öðru lyfjafyrirtæki. Þar er Actacvis enn með í hópnum að því er best er vitað. Viðskipti erlent 10.12.2009 10:45 Vilja snúa kreppudraug niður Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Viðskipti erlent 10.12.2009 05:15 Rembrandt málverk slegið fyrir 4 milljarða í London Rúmlega 4 milljarðar kr. var verðið sem óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverk eftir Rembrandt á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Þetta er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir Rembrandt verk í sögunni. Viðskipti erlent 9.12.2009 13:46 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins Ungstirnið Emma Watson er hæstlaunaða leikkona áratugarins samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Hin 19 ára gamla Watson hefur einkum hagnast vel á myndunum um Harry Potter þar sem hún leikur Hermonie. Viðskipti erlent 17.12.2009 11:22
Bresk bæjar- og sveitarfélög saka slitastjórn Glitnis um lögbrot Fulltrúar frá sambandi breskra bæjar- og sveitarfélaga (LGA) eru nú staddir hérlendis á fundi með slitastjórn Glitnis. Richard Kemp varaforseti LGA segir það lögbrot að slitastjórn Glitnis hafi ákveðið að kröfur félaganna á hendur Glitni voru skilgreindar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur. Viðskipti erlent 17.12.2009 10:38
Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni. Viðskipti erlent 17.12.2009 09:59
Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi. Viðskipti erlent 16.12.2009 13:59
Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið. Viðskipti erlent 16.12.2009 10:47
Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull. Viðskipti erlent 16.12.2009 09:39
Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Viðskipti erlent 15.12.2009 10:54
Auðmaður ryksugaði stærsta nauðungaruppboð Danmerkur Danski auðmaðurinn Mikael Goldschmidt var með hreint borð á stærsta nauðungaruppboði í sögu Danmerkur. Hann einfaldlega keypti allar eignirnir 310 sem í boði voru. Viðskipti erlent 15.12.2009 09:40
Góðgerðarsjóðir á bakvið stærsta köfuhafann í Glitni The Irish Times greinir frá því í dag að Burlington Loan Management sé meðal kröfuhafa í Glitni en Burlington er staðsett í Dublin. Blaðið átti í erfiðleikum með að finna út eignarhaldið á Burlington en komst næst því að Burlington sé í eigu þriggja góðgerðarsjóða. Viðskipti erlent 15.12.2009 09:02
Átta óskuldbindandi tilboð bárust í Skeljung Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist átta óskuldbindandi tilboð í 49 prósenta hlut í Skeljungi ehf. og tengdum félögum en umræddur hlutur var settur í opið söluferli í lok nóvember sl. Viðskipti erlent 15.12.2009 08:47
Tilboð upp á 50 milljónir punda fyrir West Ham á borðinu SKY fréttastofan segir frá því að fyrrverandi eigendur Birmingham, David Gold og David Sullivan hafa gert 50 milljóna punda tilboð í West Ham. Viðskipti erlent 15.12.2009 08:29
Obama leggur bankamönnum línurnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum. Viðskipti erlent 15.12.2009 07:57
Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou. Viðskipti erlent 14.12.2009 10:47
Olían lækkar í verði en ál, gull og kopar hækka Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun níunda daginn í röð. Fór verðið á WTIN olíunni á markaðinum í New York undir 70 dollara og stendur í 69,65 dollurum á tunnuna. Hefur olíuverðið þar með fallið um 15% síðan í október. Viðskipti erlent 14.12.2009 09:29
Eiturlyfjafé bjargaði bönkum í kreppunni Fjármagn sem var afrakstur eiturlyfjasölu bjargaði nokkrum bönkum frá gjaldþrotum í fjármálakreppunni. Þetta segir Antoino Maria Costa forstöðumaður eiturlyfja og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Margir vefmiðlar hafa greint frá þessu yfir helgina. Viðskipti erlent 14.12.2009 09:08
Hóta enn einu verkfalli hjá BA Yfirvofandi verkfall 12.000 flugliða hjá British Airways gæti sett strik í reikninginn hjá þeim sem þurfa að nýta sér flugsamgöngur í Bretlandi um jólin. Viðskipti erlent 14.12.2009 08:23
Búist við að Hershey geri tilboð í Cadbury Viðræður standa yfir um að súkkulaðiframleiðandinn Hershey yfirtaki Cadbury súkkulaðiframleiðandann, að því er BBC fréttastofan fullyrðir. Viðskipti erlent 13.12.2009 22:00
Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga“. Viðskipti erlent 13.12.2009 03:32
Jólaverslun Breta mun nema 4700 milljörðum króna Breskir neytendur munu kaupa fyrir 23 milljarða punda, eða 4700 milljarða íslenskra króna, út á debetkort fyrir þessi jól. Þetta er 4% aukning frá því í fyrra samkvæmt spá Barclays bankans. Verslun í stórmörkuðum mun nema um 5 milljörðum punda, eða 1000 milljörðum króna, en um einum milljarði verður varið á bensínstöðvum. Viðskipti erlent 12.12.2009 10:06
Stærsti kröfuhafinn er skúffufyrirtæki Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner. Viðskipti erlent 11.12.2009 19:02
Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk. Viðskipti erlent 11.12.2009 15:24
BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:47
EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:23
Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview. Viðskipti erlent 11.12.2009 12:49
Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew. Viðskipti erlent 11.12.2009 10:03
Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári. Viðskipti erlent 11.12.2009 08:16
Vilja draga úr methalla vestanhafs Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Viðskipti erlent 11.12.2009 05:30
Sjóðir hætta við tilboð í Ratiopharm, Actavis enn með Fjárfestingarsjóðir hafa hætt við að senda inn tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Það er því allt útlit er fyrir að Ratiopharm verði selt öðru lyfjafyrirtæki. Þar er Actacvis enn með í hópnum að því er best er vitað. Viðskipti erlent 10.12.2009 10:45
Vilja snúa kreppudraug niður Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Viðskipti erlent 10.12.2009 05:15
Rembrandt málverk slegið fyrir 4 milljarða í London Rúmlega 4 milljarðar kr. var verðið sem óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverk eftir Rembrandt á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Þetta er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir Rembrandt verk í sögunni. Viðskipti erlent 9.12.2009 13:46