Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um rúm 52% í Danmörku

Frekar dapurlegt met var slegið í Danmörku á síðasta ári. Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um 52,5% í landinu miðað við árið á undan og hafa þau aldrei verið fleiri á einu ári í sögu Danmerkur.

Samkvæmt tölum sem birtar eru á börsen.dk urðu alls 5,979 fyrirtæki gjaldþrota í Danmörku á síðara ári. Þar að auki var óvenjumikið um að félög væru lögð niður eða þeim slitið.

Christian Hilligsöe greinandi hjá Sydbank segir að hægt sé að segja með vissu að frá því árið 1979 er heildartölur voru fyrst teknar saman um gjaldþrot hafi landið orðið vitni að jafn dramatískri þróun hvað gjaldþrot varðar.

Fram kemur á börsen.dk að fyrir utan almenn áhrif fjármálakreppunnar á efnhag danskra fyrirtækja hafi þróunin komið sérstaklega hart niður á minni og nýstofnuðum fyrirtækjum landsins.

Það er þó ljós í myrkrinu og benda má á að í desember s.l. urðu gjaldþrotin 5,4% færri en í sama mánuði árið áður. Hillingsöe segir að þetta bendi til að hið versta sé yfirstaðið og að betri tíð sé framundan hjá dönskum fyrirtækjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×