Viðskipti erlent

West Ham í greiðslustöðvun ef það selst ekki

Fari svo að Björgólfi Guðmundssyni takist ekki að selja West Ham fótboltaliðið fyrir sjötta mars næstkomandi eru allar líkur á að liðið verði sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið.

Viðskipti erlent

Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu.

Viðskipti erlent

Slóvakar taka upp evru

Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var einn af fyrstu landsmanna til að meðhöndla nýja gjaldmiðilinn þegar hann tók hundrað evrur út úr hraðbanka í þinghúsinu.

Viðskipti erlent

Debenhams í Bretlandi berst í bökkum

Verslunarkeðjan Debenhams á Bretlandseyjum, sem er að hluta til í eigu Baugs, á nú í töluverðum erfiðleikum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjallað er um málið í Financial Times í dag og þar segir að keðjan verði að útvega sér nýtt fjármagn til að létta á skuldastöðu sinni.

Viðskipti erlent

Lækkanir á Wall Street

Lætin í Mið-Austurlöndum höfðu sín áhrif á hlutabréfamarkaðinn á Wall Street í dag. Fjárfestar voru þannig minntir á að markaðir eru viðkvæmir.

Viðskipti erlent

Pundið að nálgast evruna

Breska sterlingspundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni en slæmar efnahagshorfur á Englandi hafa að undanförnu sett aukinn þrýsting á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, en eitt pund er nú á við 1,029 evrur og stefnir í að gjalmiðlarnir verði jafnverðmiklir á næstu dögum haldi þróunin áfram.

Viðskipti erlent

Átökin á Gaza valda hækkunum á olíu og gulli

Átökin á Gaza hafa valdið því að heimsmarkaðsverð á olíu og guli hefur farið hækkandi í morgun. Fjárfestar flýja nú í örugg skjól með fé sitt því þeir óttast að allt fari í bál og brand á Gazasvæðinu og að slíkt muni smita út frá sér um allan heim.

Viðskipti erlent

Darling óttast ekki málsókn Íslendinga

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hefur engar áhyggjur af fyrirhugaðri málsókn íslenskra stjórnvalda gegn breskum. Þetta kemur fram í Financial Times í dag þar sem m.a. er greint frá löggjöf þeirri sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir jólin sem gefur heimild til málsóknarinnar.

Viðskipti erlent

Tæplega 14.000 uppsagnir í danska byggingargeiranum

Þeir eru 13.600, starfsmenn danskra byggingarverktaka sem fengið hafa í hendur uppsagnarbréf síðastliðna sex mánuði. Ef miðað er við hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest er ljóst að stór hópur er þegar orðinn atvinnulaus en margir vinna enn uppsagnarfresti sína.

Viðskipti erlent

Skuldum Baugs við bankana hugsanlega breytt í hlutafé

Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að íslenska ríkið íhugi nú að leysa til sín eignarhluti Baugs í nokkrum af þekktustu verslanakeðjum Bretlands, eins og House of Fraser og Hamleys. Samkvæmt fréttinni yrði skuldum Baugs við gömlu bankana þrjá breytt í hlutafé í eigu íslenska ríkisins.

Viðskipti erlent

200 verslunum Woolworths lokað

200 af rúmlega 600 verslunum bresku verslanakeðjunnar Woolworths verður lokað í dag. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir greiðslustöðvun í nóvember en keðjan skuldar hátt í 385 milljónir punda.

Viðskipti erlent

Kakó ekki dýrara í 23 ár

Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur ekki verið hærra í 23 ár og hefur verðið hækkað um 70% á árinu. Súkkulaðiframleiðendur segja að hækkunin muni velta beint út í verðlagið og því má búast við verð á einni af vinsælustu sælkeravörunni muni hækka á umtalsvert á nýju ári.

Viðskipti erlent

Whittard býður mögulegum kaupendum í te

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, á í viðræðum við breskt fjárfestingafélag um kaup á keðjunni. Frá þessu greinir Forbes tímaritið en ekki er uppgefið hverjir standa á bakvið félagið en leitt er að því líkum að fjárfestingafélagið sé í viðræðunum fyrir hönd einhvers samkeppnisaðila Whittard. Whittard er á leið í þrot og er gert ráð fyrir því að nýju eigendurnir kaupi keðjuna úr þrotabúinu.

Viðskipti erlent