Viðskipti erlent

Nikkei hefur lækkað um 44 prósentustig á árinu

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun þrátt fyrir að seðlabanki Japans hafi lækkað stýrivexti niður í 0,1 prósent og lýst því yfir að hann muni kaupa töluvert af skuldum fyrirtækja til að reyna að glæða atvinnu- og viðskiptalíf landsins.

Viðskipti erlent

Innistæðutryggingar í bönkum hækka meir en tvöfalt

Þing Evrópusambandsins ákvað í dag að innistæðutryggingar í bönkum ESB ættu að hækka í 50.000 evra næsta sumar eða nær 9 milljónir kr.. Tryggingarnar nema nú rúmlega 20.000 evrum. Þessi ákvörðun mun einnig ná yfir EES-samninginn og gildir þá væntanlega hérlendis einnig næsta sumar.

Viðskipti erlent

Kreppan kemur við kaunin hjá Magasin du Nord

Fjármálakreppan setur strik í reikningin hvað jólaverslunina í Danmörku varðar og á það einnig við um stórverslunina Magasin du Nord sem er í eigu Íslendinga. Það eru þó ekki Danir sjálfir sem spara við sig jólainnkaupin heldur aðrir Norðurlandabúar sem heimsækja Magasin, einkum Svíar.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun, einkum bréf fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki í orkuiðnaði lækkuðu hins vegar mörg hver í takt við lækkandi olíuverð en nú stefnir heimsmarkaðsverð olíu í það lægsta sem sést hefur í rúm fjögur ár.

Viðskipti erlent

Meint veikindi Steve Jobs rýra verð Apple

Hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu Apple féllu um tæplega fjögur prósentustig í gær þegar fréttir bárust af því að forstjóri fyrirtækisins, Steve Jobs, ætti við veikindi að stríða og myndi ekki flytja árlegt ávarp sitt á tæknisýningu Apple sem nú nálgast óðum.

Viðskipti erlent

Chrysler stöðvar framleiðslu á morgun

Chrysler-verksmiðjurnar hætta allri bílaframleiðslu á morgun og munu ekki framleiða svo mikið sem eitt tannhjól í bíl í að minnsta kosti mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Chrysler sendi starfsmönnum sínum og birgjum í gær.

Viðskipti erlent

Evrópsk lyfjafyrirtæki brjóta ekki samkeppnislög

Engar vísbendingar eru um að samkeppnislög hafi verið brotin af evrópskum lyfjafyrirtækjum. Þetta kemur skýrt fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nýverið var gefin út í kjölfar húsleitar og rannsóknar á samkeppnisumhverfi evrópskra lyfjafyrirtækja fyrr á þessu ári.

Viðskipti erlent