Viðskipti innlent

Þor­björg og Þórður til Fossa

Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingabanka og Þorbjörg M. Einarsdóttir sem sérfræðingur á nýju fjármálasviði bankans.

Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig.

Viðskipti innlent

Hættur að versla við KS vegna stríðsins

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS.

Viðskipti innlent

Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu

Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum.

Viðskipti innlent

Kristín Vala til Coca-Cola

Kristín Vala Matthíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola á Íslandi. Kristín kemur til Coca-Cola frá Bluebird Nordic þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Viðskipti innlent

Harpa og Ingólfur til ON

Harpa Pétursdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Ingólfur hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns sölu- og viðskiptaþróunar og Harpa í starf aðstoðarkonu framkvæmdastýru. 

Viðskipti innlent

Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play

Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar.

Viðskipti innlent

Skel kaupir Klett og Kletta­garða á sam­tals 3,8 milljarða

Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Viðskipti innlent