Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2023 16:02 Sumir eru stórtækari en aðrir þegar kemur að því að undirbúa sig undir verkfallið. Vísir Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. Verkfallið hefst á hádegi á morgun og munu þá allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjarvíkursvæðinu leggja niður störf. Það gerir það meðal annars að verkum að ekki verður unnt að fylla á bensínstöðvar. Starfsmenn bensínstöðvanna hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa verkfallið. Gengur hratt á tanka stöðvanna „Það eru allir að leggjast á eitt, sama hvort það sé starfsfólk N1 eða starfsfólk Olíudreifingar að sjá til þess að allir tankar á okkar stöðvum sé fullir. Það gengur hratt á þá jafnóðum. Það er nú líklegt að einstaklingar fari að finna fyrir þessu verkfalli annað kvöld eða á fimmtudaginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 í samtali við Vísi. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.N1 Neytendur sem óttast áhrif verkfallsins hafa enda verið duglegir við að fylla á tanka bílanna, og gott betur. Sumir eru nefnilega stórtækari en aðrir, eins og myndin efst í fréttinni ber með sér merki. „Ég er búinn að vera duglegur að keyra á milli stöðvana okkar í gær og í dag. Ég sá í gærkvöldi fólk vera að fylla á gamlar smurolíutunnur. Það er alls konar. Búið að vera mikil sala á alls konar brúsum og ílátum,“ segir Hinrik Örn. Þetta skilar sér í margfaldri sölu í dag og í gær, sem er þó skammgóður vermir. „Við erum að horfa á margföld dagsviðskipti en þetta er hlýtt og gott í skamman tíma. Við seljum mikið í gær og í dag en svo bara slökknar á þessu,“ segir Hinrik Örn. Mikið hefur verið að gera við það að fylla á tanka í tæka tíð fyrir verkfallið.Vísir/Vilhelm Varað hefur við því að hamstra eldsneyti, sérstaklega með tilliti til þess að hætta getur skapast vegna eldsneytis sem geymt er á stöðum sem ekki eru endilega ætlaðir eldsneyti. Ferðaþjónustan áhyggjufull N1 heldur úti skjali á vefsíðu fyrirtækisins þar sem almenningur getur nálgast má upplýsingar um hvaða stöðvar eru opnar og hverjar eru lokaðar vegna verkfallsins. „Þetta er ekki síður fyrir ferðaþjónustuna. Þeir aðilar hafa miklar áhyggjur af því að rúturnar þeirra fari að stranda á Gullfoss-Geysis rúntinum eða viðskiptavinir bílaleiga komist ekki aftur út á flugvöll. Þannig að þetta er upplýsingatæki, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Þetta mun örugglega verða mjög virkt skjal. Við erum búin að þurfa að hræra í því einu sinni í morgun þegar ein stöðin okkar í Hafnarfirði var tóm strax í morgun. Við erum búin að fylla á hana aftur.“ Efling hefur opnað fyrir umsóknir um undanþágubeiðnir frá verkfallinu. Undanþágunum er ætlað til að tryggja almannaöryggi og má ætla að slökkvilið, lögregla og fleiri stofnanir í þeim dúr fái slíka undanþágu. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig slíkar undanþágur verða framkvæmdar. N1 hefur þegar sótt um undanþágu til að geta sinnt þeim aðilum sem fá undanþágu. „Við höfum túlkað þetta þannig og vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur að við höfum sótt um undanþágu til að geta meðal annars sinnt lögreglu og slökkviliði og björgunarsveitum og mögulega Vegagerðinni eða þeim aðilum sem Efling gefur undanþágur,“ segir Hinrik Örn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Bensín og olía Tengdar fréttir Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verkfallið hefst á hádegi á morgun og munu þá allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjarvíkursvæðinu leggja niður störf. Það gerir það meðal annars að verkum að ekki verður unnt að fylla á bensínstöðvar. Starfsmenn bensínstöðvanna hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa verkfallið. Gengur hratt á tanka stöðvanna „Það eru allir að leggjast á eitt, sama hvort það sé starfsfólk N1 eða starfsfólk Olíudreifingar að sjá til þess að allir tankar á okkar stöðvum sé fullir. Það gengur hratt á þá jafnóðum. Það er nú líklegt að einstaklingar fari að finna fyrir þessu verkfalli annað kvöld eða á fimmtudaginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 í samtali við Vísi. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.N1 Neytendur sem óttast áhrif verkfallsins hafa enda verið duglegir við að fylla á tanka bílanna, og gott betur. Sumir eru nefnilega stórtækari en aðrir, eins og myndin efst í fréttinni ber með sér merki. „Ég er búinn að vera duglegur að keyra á milli stöðvana okkar í gær og í dag. Ég sá í gærkvöldi fólk vera að fylla á gamlar smurolíutunnur. Það er alls konar. Búið að vera mikil sala á alls konar brúsum og ílátum,“ segir Hinrik Örn. Þetta skilar sér í margfaldri sölu í dag og í gær, sem er þó skammgóður vermir. „Við erum að horfa á margföld dagsviðskipti en þetta er hlýtt og gott í skamman tíma. Við seljum mikið í gær og í dag en svo bara slökknar á þessu,“ segir Hinrik Örn. Mikið hefur verið að gera við það að fylla á tanka í tæka tíð fyrir verkfallið.Vísir/Vilhelm Varað hefur við því að hamstra eldsneyti, sérstaklega með tilliti til þess að hætta getur skapast vegna eldsneytis sem geymt er á stöðum sem ekki eru endilega ætlaðir eldsneyti. Ferðaþjónustan áhyggjufull N1 heldur úti skjali á vefsíðu fyrirtækisins þar sem almenningur getur nálgast má upplýsingar um hvaða stöðvar eru opnar og hverjar eru lokaðar vegna verkfallsins. „Þetta er ekki síður fyrir ferðaþjónustuna. Þeir aðilar hafa miklar áhyggjur af því að rúturnar þeirra fari að stranda á Gullfoss-Geysis rúntinum eða viðskiptavinir bílaleiga komist ekki aftur út á flugvöll. Þannig að þetta er upplýsingatæki, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Þetta mun örugglega verða mjög virkt skjal. Við erum búin að þurfa að hræra í því einu sinni í morgun þegar ein stöðin okkar í Hafnarfirði var tóm strax í morgun. Við erum búin að fylla á hana aftur.“ Efling hefur opnað fyrir umsóknir um undanþágubeiðnir frá verkfallinu. Undanþágunum er ætlað til að tryggja almannaöryggi og má ætla að slökkvilið, lögregla og fleiri stofnanir í þeim dúr fái slíka undanþágu. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig slíkar undanþágur verða framkvæmdar. N1 hefur þegar sótt um undanþágu til að geta sinnt þeim aðilum sem fá undanþágu. „Við höfum túlkað þetta þannig og vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur að við höfum sótt um undanþágu til að geta meðal annars sinnt lögreglu og slökkviliði og björgunarsveitum og mögulega Vegagerðinni eða þeim aðilum sem Efling gefur undanþágur,“ segir Hinrik Örn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Bensín og olía Tengdar fréttir Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40
Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31
SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26
Undanþágunefnd átt óformleg samtöl við lögreglu, slökkvilið og Vegagerðina Undanþágunefnd Eflingar hefur átt óformleg samtöl við fulltrúa lögreglu, slökkviliðs og Vegagerðar vegna boðaðra verkfallsaðgerða í olíudreifingu. Formaður nefndarinnar er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. 14. febrúar 2023 11:12
Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53