Viðskipti innlent

Aðferðir Arion aðfinnsluverðar

Á grundvelli vettvangs­athugunar hjá Arion banka hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf við virðismat útlána bankans. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef eftirlitsins.

Viðskipti innlent

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent

„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Enga konu má finna í þeim hópi. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið er þegar forstjórar eru ráðnir.

Viðskipti innlent

Vilja samstarf um jarðvarma

Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið.

Viðskipti innlent

Hyggjast fljúga til Íslands í vor

Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug frá Shanghaí til Íslands næsta vor. Ríkisflugfélagið Air China er einnig að skoða möguleika á flugi á milli Peking og Keflavíkur í gegnum Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent

Upprisa kontóristans

Fólk er sífellt að leita leiða til vellíðunar og framfara í eigin lífi. Margir einblína ef til vill á að bæta sig í ræktinni en flestir eyða mestum tíma sínum í vinnunni og því er mikilvægt að geta bætt líf sitt á vinnustað.

Viðskipti innlent

Vilja nýta glatorku frá Elkem

Hægt væri að nýta allt að 80 MW varmaorku sem í dag fer til spillis í verksmiðju Elkem á Grundartanga í aðra starfsemi á svæðinu. Unnið er að því að finna áhugasama samstarfsaðila til að verkefnið raungerist.

Viðskipti innlent

Kringlan orðin stafræn

Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu.

Viðskipti innlent