Viðskipti innlent

Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm

Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar.

Fundurinn átti að fara fram á Hilton Reykjavik Nordica á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að starfsemi fyrirtæksisins sé „mikilvægur hluti af innviðum samfélagsins“. Fjöldi gesta, hvaðanæva af landinu sæki fundinn auk starfsmanna Landsvirkjunar. 

Því hafi verið ákveðið að grípa til þeirra varúðunarráðstafana að fresta fundinum. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar.

Landsvirkjun fetar þar með í fótspor ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka sem tekið hafa þá ákvörðun að fresta fjölmennum samkomum. Má þar nefna aðÖssurogPósturinnhafa ákveðið að fresta árshátíðum sínum, auk þess sem aðMatarmarkaði Íslandssem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað.

Alls hafa verið greind sextán smit af kórónuveirunni hér á landi og á þriðja hundrað sitja í sóttkví vegna veirunnar.


Tengdar fréttir

Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar

Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Spurt og svarað um kórónuveiruna

Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×