Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:05 Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins. 1000 manna árshátíð fyrirtækisins hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Íslandspóstur Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29
Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05