Viðskipti innlent Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Viðskipti innlent 17.8.2023 08:44 Anna ekki eftirspurn og loka Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við. Viðskipti innlent 16.8.2023 18:58 B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. Viðskipti innlent 16.8.2023 17:16 Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Viðskipti innlent 16.8.2023 13:35 Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.8.2023 11:37 Diljá ráðin kynningarstjóri Listaháskólans Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf kynningarstjóra Listaháskóla Íslands. Viðskipti innlent 16.8.2023 10:22 Þóra frá Advania til Ríkisútvarpsins Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum. Viðskipti innlent 15.8.2023 18:27 Rebekka og Snorri til Mílu Míla hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs. Meðfram ráðningunum taka þau bæði sæti í framkvæmdastjórn Mílu. Viðskipti innlent 15.8.2023 15:39 Sigurveig úr Íslandsbanka í Landstólpa Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi. Viðskipti innlent 15.8.2023 15:08 Slógu met á Norðurlandi í júní Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust. Viðskipti innlent 15.8.2023 10:36 Tekur við stöðu upplýsingafulltrúa HS Orku Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku. Viðskipti innlent 15.8.2023 09:05 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ljósleiðarans til atNorth Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth og kemur þannig nýr inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15.8.2023 08:18 Útilíf og Alparnir sameinast undir merkjum Útilífs Útilíf hefur fest kaup á verslun Ölpunum og munu útivistarverslanirnar sameinast undir merkum Útilífs í næsta mánuði. Viðskipti innlent 15.8.2023 07:43 Silja Mist tekur við markaðssviði N1 Silja Mist Sigurkarlsdóttir er nýr forstöðumaður markaðssviðs N1. Hlutverk Silju verður að leiða markaðsstarf N1, taka þátt í stefnumótun félagsins og hafa yfirumsjón með samfélagsstefnu þess. Viðskipti innlent 14.8.2023 10:28 Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 14.8.2023 08:36 Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Viðskipti innlent 13.8.2023 21:30 Nýr leikur liður í því að bjarga íslenskunni Nýr orðaleikur gerir fólki kleift að leika sér með íslenskuna og styðja um leið við þróun íslenskrar máltækni. Explo byggir á grunni Netskraflsins sem hefur notið vinsælda á Íslandi en nú stendur til að fara í útrás og bjóða upp á sambærilegan leik á öðrum tungumálum. Viðskipti innlent 11.8.2023 16:53 Alda ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes Alda Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes ehf., sem er ein stærsta matvöruheildverslun landsins. Viðskipti innlent 11.8.2023 13:30 Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. Viðskipti innlent 11.8.2023 12:22 Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Viðskipti innlent 11.8.2023 12:10 Alda kveður Sýn Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum. Viðskipti innlent 11.8.2023 10:22 Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2023 07:14 Annar stærsti júlí frá upphafi mælinga Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 10.8.2023 16:14 Vodafone Sport í loftið Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 9.8.2023 16:22 Tekur við stöðu áhættustjóra hjá VÍS Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa. Viðskipti innlent 9.8.2023 13:06 Tvær hópuppsagnir í júlí Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí þar sem samtals 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 9.8.2023 10:16 Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Viðskipti innlent 9.8.2023 09:58 Atvinnuleysi 2,5 prósent í júní Atvinnuleysi var 2,5 prósent í júní og dróst saman um 1,2 prósentustig milli mánaða, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 9.8.2023 09:47 Vinnufatabúðinni lokað eftir 83 ára rekstur Vinnufatabúðinni á Laugavegi verður skellt í lás í hinsta sinn þann 31. ágúst næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt frá árinu 1940 og í eigu sömu fjölskyldu frá opnun hennar. Viðskipti innlent 8.8.2023 23:34 Júlímánuður sá stærsti í sögu Play Nýtt met var slegið í sögu flugfélagsins Play í júlí. Sætanýting félagsins í mánuðinum nam 91 prósenti og voru farþegar nær 192 þúsund talsins. Þar af leiðandi er júlí stærsti mánuður flugfélagsins frá upphafi. Viðskipti innlent 8.8.2023 22:37 « ‹ 62 63 64 65 66 67 68 69 70 … 334 ›
Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Viðskipti innlent 17.8.2023 08:44
Anna ekki eftirspurn og loka Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við. Viðskipti innlent 16.8.2023 18:58
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. Viðskipti innlent 16.8.2023 17:16
Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Viðskipti innlent 16.8.2023 13:35
Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.8.2023 11:37
Diljá ráðin kynningarstjóri Listaháskólans Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf kynningarstjóra Listaháskóla Íslands. Viðskipti innlent 16.8.2023 10:22
Þóra frá Advania til Ríkisútvarpsins Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum. Viðskipti innlent 15.8.2023 18:27
Rebekka og Snorri til Mílu Míla hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs. Meðfram ráðningunum taka þau bæði sæti í framkvæmdastjórn Mílu. Viðskipti innlent 15.8.2023 15:39
Sigurveig úr Íslandsbanka í Landstólpa Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi. Viðskipti innlent 15.8.2023 15:08
Slógu met á Norðurlandi í júní Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust. Viðskipti innlent 15.8.2023 10:36
Tekur við stöðu upplýsingafulltrúa HS Orku Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku. Viðskipti innlent 15.8.2023 09:05
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ljósleiðarans til atNorth Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth og kemur þannig nýr inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15.8.2023 08:18
Útilíf og Alparnir sameinast undir merkjum Útilífs Útilíf hefur fest kaup á verslun Ölpunum og munu útivistarverslanirnar sameinast undir merkum Útilífs í næsta mánuði. Viðskipti innlent 15.8.2023 07:43
Silja Mist tekur við markaðssviði N1 Silja Mist Sigurkarlsdóttir er nýr forstöðumaður markaðssviðs N1. Hlutverk Silju verður að leiða markaðsstarf N1, taka þátt í stefnumótun félagsins og hafa yfirumsjón með samfélagsstefnu þess. Viðskipti innlent 14.8.2023 10:28
Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 14.8.2023 08:36
Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Viðskipti innlent 13.8.2023 21:30
Nýr leikur liður í því að bjarga íslenskunni Nýr orðaleikur gerir fólki kleift að leika sér með íslenskuna og styðja um leið við þróun íslenskrar máltækni. Explo byggir á grunni Netskraflsins sem hefur notið vinsælda á Íslandi en nú stendur til að fara í útrás og bjóða upp á sambærilegan leik á öðrum tungumálum. Viðskipti innlent 11.8.2023 16:53
Alda ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes Alda Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes ehf., sem er ein stærsta matvöruheildverslun landsins. Viðskipti innlent 11.8.2023 13:30
Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. Viðskipti innlent 11.8.2023 12:22
Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Viðskipti innlent 11.8.2023 12:10
Alda kveður Sýn Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum. Viðskipti innlent 11.8.2023 10:22
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2023 07:14
Annar stærsti júlí frá upphafi mælinga Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 10.8.2023 16:14
Vodafone Sport í loftið Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 9.8.2023 16:22
Tekur við stöðu áhættustjóra hjá VÍS Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa. Viðskipti innlent 9.8.2023 13:06
Tvær hópuppsagnir í júlí Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí þar sem samtals 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 9.8.2023 10:16
Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Viðskipti innlent 9.8.2023 09:58
Atvinnuleysi 2,5 prósent í júní Atvinnuleysi var 2,5 prósent í júní og dróst saman um 1,2 prósentustig milli mánaða, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 9.8.2023 09:47
Vinnufatabúðinni lokað eftir 83 ára rekstur Vinnufatabúðinni á Laugavegi verður skellt í lás í hinsta sinn þann 31. ágúst næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt frá árinu 1940 og í eigu sömu fjölskyldu frá opnun hennar. Viðskipti innlent 8.8.2023 23:34
Júlímánuður sá stærsti í sögu Play Nýtt met var slegið í sögu flugfélagsins Play í júlí. Sætanýting félagsins í mánuðinum nam 91 prósenti og voru farþegar nær 192 þúsund talsins. Þar af leiðandi er júlí stærsti mánuður flugfélagsins frá upphafi. Viðskipti innlent 8.8.2023 22:37