Engin aukagreiðsla upp á 400 þúsund kall í HR í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 15:40 Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Starfsmenn Háskólans í Reykjavík fá ekki sérstaka árslokagreiðslu í ár, líkt og síðustu ár. Rektor segir greiðsluna hafa verið tilfallandi launaauka vegna heimsfaraldurs. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru einhverjir starfsmenn ósáttir við að fá enga aukagreiðslu í tilefni jóla þetta árið. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segist í samtali við Vísi skilja það vel að ekki séu allir sáttir. Margir hafi hins vegar fagnað gagnsæi á starfsmannafundi. „Maður skilur það fullkomlega að fólk sé ekki sátt við það að það sé ekki borguð einhver greiðsla í árslok eins og var á Covid tímanum, en margir hafa hins vegar fagnað gagnsæinu. Við ákváðum að skipta um fókus,“ segir Ragnhildur. „Það sem að við gerum er að við hækkum laun töluvert yfir allan skólann og erum þeirrar skoðunar að það sé eðlilegra að borga eins góð laun og við mögulega getum heldur en að það sé verið að greiða árslokagreiðslur. Okkur fannst það ekki eðlilegt að starfsfólk beri þannig áhættu.“ Rétt undir 400 þúsund krónum Spurð segir Ragnhildur að upphæðin hafi verið aðeins undir 400 þúsund krónum en tekur fram að talan hafi breyst á hverju ári. Upphæðin hafi verið tilfallandi vegna breytts rekstrarkostnaðar og álags á starfsfólk í heimsfaraldri. Hún segir að svo há árslokagreiðsla hafi í fyrsta sinn verið greidd í faraldrinum. Nú sé staðan önnur. „Við gátum ekki fengið erlenda kennara, við gátum ekki farið á ráðstefnur erlendis. Þetta var launaauki vegna þess að það þurftu allir að færa kennsluna sína í nýtt form á hálfum mánuði, fólk var að vinna miklu meira. Við borgum aldrei yfirvinnu og það var rökstutt bæði árin að þetta væri fé sem hefði orðið afgangs út af faraldrinum.“ Jól Jólagjafir fyrirtækja Háskólar Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu eru einhverjir starfsmenn ósáttir við að fá enga aukagreiðslu í tilefni jóla þetta árið. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segist í samtali við Vísi skilja það vel að ekki séu allir sáttir. Margir hafi hins vegar fagnað gagnsæi á starfsmannafundi. „Maður skilur það fullkomlega að fólk sé ekki sátt við það að það sé ekki borguð einhver greiðsla í árslok eins og var á Covid tímanum, en margir hafa hins vegar fagnað gagnsæinu. Við ákváðum að skipta um fókus,“ segir Ragnhildur. „Það sem að við gerum er að við hækkum laun töluvert yfir allan skólann og erum þeirrar skoðunar að það sé eðlilegra að borga eins góð laun og við mögulega getum heldur en að það sé verið að greiða árslokagreiðslur. Okkur fannst það ekki eðlilegt að starfsfólk beri þannig áhættu.“ Rétt undir 400 þúsund krónum Spurð segir Ragnhildur að upphæðin hafi verið aðeins undir 400 þúsund krónum en tekur fram að talan hafi breyst á hverju ári. Upphæðin hafi verið tilfallandi vegna breytts rekstrarkostnaðar og álags á starfsfólk í heimsfaraldri. Hún segir að svo há árslokagreiðsla hafi í fyrsta sinn verið greidd í faraldrinum. Nú sé staðan önnur. „Við gátum ekki fengið erlenda kennara, við gátum ekki farið á ráðstefnur erlendis. Þetta var launaauki vegna þess að það þurftu allir að færa kennsluna sína í nýtt form á hálfum mánuði, fólk var að vinna miklu meira. Við borgum aldrei yfirvinnu og það var rökstutt bæði árin að þetta væri fé sem hefði orðið afgangs út af faraldrinum.“
Jól Jólagjafir fyrirtækja Háskólar Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira