Engin aukagreiðsla upp á 400 þúsund kall í HR í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 15:40 Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Starfsmenn Háskólans í Reykjavík fá ekki sérstaka árslokagreiðslu í ár, líkt og síðustu ár. Rektor segir greiðsluna hafa verið tilfallandi launaauka vegna heimsfaraldurs. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru einhverjir starfsmenn ósáttir við að fá enga aukagreiðslu í tilefni jóla þetta árið. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segist í samtali við Vísi skilja það vel að ekki séu allir sáttir. Margir hafi hins vegar fagnað gagnsæi á starfsmannafundi. „Maður skilur það fullkomlega að fólk sé ekki sátt við það að það sé ekki borguð einhver greiðsla í árslok eins og var á Covid tímanum, en margir hafa hins vegar fagnað gagnsæinu. Við ákváðum að skipta um fókus,“ segir Ragnhildur. „Það sem að við gerum er að við hækkum laun töluvert yfir allan skólann og erum þeirrar skoðunar að það sé eðlilegra að borga eins góð laun og við mögulega getum heldur en að það sé verið að greiða árslokagreiðslur. Okkur fannst það ekki eðlilegt að starfsfólk beri þannig áhættu.“ Rétt undir 400 þúsund krónum Spurð segir Ragnhildur að upphæðin hafi verið aðeins undir 400 þúsund krónum en tekur fram að talan hafi breyst á hverju ári. Upphæðin hafi verið tilfallandi vegna breytts rekstrarkostnaðar og álags á starfsfólk í heimsfaraldri. Hún segir að svo há árslokagreiðsla hafi í fyrsta sinn verið greidd í faraldrinum. Nú sé staðan önnur. „Við gátum ekki fengið erlenda kennara, við gátum ekki farið á ráðstefnur erlendis. Þetta var launaauki vegna þess að það þurftu allir að færa kennsluna sína í nýtt form á hálfum mánuði, fólk var að vinna miklu meira. Við borgum aldrei yfirvinnu og það var rökstutt bæði árin að þetta væri fé sem hefði orðið afgangs út af faraldrinum.“ Jól Jólagjafir fyrirtækja Háskólar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu eru einhverjir starfsmenn ósáttir við að fá enga aukagreiðslu í tilefni jóla þetta árið. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segist í samtali við Vísi skilja það vel að ekki séu allir sáttir. Margir hafi hins vegar fagnað gagnsæi á starfsmannafundi. „Maður skilur það fullkomlega að fólk sé ekki sátt við það að það sé ekki borguð einhver greiðsla í árslok eins og var á Covid tímanum, en margir hafa hins vegar fagnað gagnsæinu. Við ákváðum að skipta um fókus,“ segir Ragnhildur. „Það sem að við gerum er að við hækkum laun töluvert yfir allan skólann og erum þeirrar skoðunar að það sé eðlilegra að borga eins góð laun og við mögulega getum heldur en að það sé verið að greiða árslokagreiðslur. Okkur fannst það ekki eðlilegt að starfsfólk beri þannig áhættu.“ Rétt undir 400 þúsund krónum Spurð segir Ragnhildur að upphæðin hafi verið aðeins undir 400 þúsund krónum en tekur fram að talan hafi breyst á hverju ári. Upphæðin hafi verið tilfallandi vegna breytts rekstrarkostnaðar og álags á starfsfólk í heimsfaraldri. Hún segir að svo há árslokagreiðsla hafi í fyrsta sinn verið greidd í faraldrinum. Nú sé staðan önnur. „Við gátum ekki fengið erlenda kennara, við gátum ekki farið á ráðstefnur erlendis. Þetta var launaauki vegna þess að það þurftu allir að færa kennsluna sína í nýtt form á hálfum mánuði, fólk var að vinna miklu meira. Við borgum aldrei yfirvinnu og það var rökstutt bæði árin að þetta væri fé sem hefði orðið afgangs út af faraldrinum.“
Jól Jólagjafir fyrirtækja Háskólar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira