„Við myndum helst vilja selja þá saman“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 14:23 Fréttablaðið sem áður var og hét. Vísir/Vilhelm Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira