Viðskipti innlent

Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Rammi sam­einast

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað.

Viðskipti innlent

Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi

Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður.

Viðskipti innlent

Baldvin kaupir erlenda starfsemi Samherja

Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Öldu Seafood í Hollandi og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur keypt Öldu af Samherja Holding. Alda Seafood hefur haldið utan um erlenda starfsemi Samherja í Evrópu og Norður-Ameríku frá 2018.

Viðskipti innlent

Færri en eyðsluglaðari ferðamenn

Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur.

Viðskipti innlent

Scott Minerd látinn

Scott Minerd, fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, er látinn 63 ára að aldri. Greint er frá andláti Bandaríkjamannsins í Financial Times. Hann var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Viðbúið að heimilin muni færa sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán

Verðtryggð lán njóta aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vextir á verðtryggðum lánum séu hagkvæmari og það hafi ekki sést í nokkur ár en fæstir geti fjármagnað íbúðakaup með óverðtryggðu láni. Viðbúið sé að heimili muni í auknum mæli færa sig yfir í verðtryggð lán, sem Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af.

Viðskipti innlent

Paddy's fær að heita Paddy's

Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt.

Viðskipti innlent

Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri

Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum.

Viðskipti innlent

Yay fer í útrás til Írlands

Íslenska fjártæknifyrirtækið Yay hefur samið við írska fjárfestingarfyrirtækið Olympia Capital um uppsetningu, sölu og dreifingu á þjónustu Yay á Írlandi. Yay er helst þekkt fyrir að hafa haldið utan um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið í gegnum gjafabréfakerfi sitt.

Viðskipti innlent

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Viðskipti innlent

Kjarninn og Stundin í eina sæng

Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils.

Viðskipti innlent

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent