Bogi Nils valinn markaðsmanneskja ársins Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 10:34 Bogi Nils Bogason, markaðsmanneskja ársins. ÍMARK Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var í gærkvöldi valinn markaðsmanneskja ársins 2023 hjá ÍMARK. Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst
Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira