Bogi Nils valinn markaðsmanneskja ársins Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 10:34 Bogi Nils Bogason, markaðsmanneskja ársins. ÍMARK Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var í gærkvöldi valinn markaðsmanneskja ársins 2023 hjá ÍMARK. Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá ÍMARK segir að Bogi Nils hafi í starfi sínu tekist á við krefjandi aðstæður í rekstri á sama tíma og fyrirtækið hafi haldið áfram uppbyggingu alþjóðlegs leiðakerfis með Ísland sem miðpunkt. Vörumerki Icelandair sé eitt þekktasta vörumerki á Íslandi, sem nýlega fór í gegnum endurmörkun. Valið á markaðsmanneskju ársins sé niðurstaða dómnefndar sem skipuð var einstaklingum sem komi víðsvegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK hafi afhent Boga verðlaunin á viðburði ÍMARK í dag. Verðlaunin séu veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi síðustu tvö ár, en við valið hafi verið leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. Fjölmargar tilnefningar hafi borist í ár frá félagsmönnum ÍMARK enda sé gróska í markaðsmálum og jafnframt áskoranir miklar á síðustu tveimur árum Héldu stefnu í faraldrinum Í rökstuðningi dómnefndar segir að Icelandair hafi gengið í gegnum mikla umrótartíma undanfarin ár en þrátt fyrir að flugstarfsemi hafi dregist mikið saman á tímum heimsfaraldurs hafi stjórnendur fyrirtækisins lagt áherslu á mikilvægi markaðssetningar. Þannig hafi fyrirtækið haldið markaðsstarfi áfram og verið tilbúið að blása til sóknar um leið og færi gafst. Á sama tíma hafi fyrirtækið verið í miðju endurmörkunarferli, sem tekin var meðvituð ákvörðun um að halda áfram með enda myndi það styrkja stöðu félagsins þegar ferðalög hæfust á ný, sem hafi og orðið raunin. Bogi hafi orðið sýnilegri í fjölmiðlum og tekið á sig ábyrgð sem forstjóri með því að flytja tíðindi sem voru oft ekki góð og koma flóknum upplýsingum til farþega og almennings af auðmýkt og virðingu. Þannig hafi Bogi stigið fastar inn í hlutverk sitt sem leiðtogi og talað beint til viðskiptavina. Í gegnum heimsfaraldurinn hafi Icelandair einnig gegnt lykilhlutverki í að halda tilvonandi ferðamönnum upplýstum um stöðuna og lagt áherslu á að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland ekki síður en fyrirtækið sjálft. Mikill heiður „Það er mikill heiður að taka við verðlaununum markaðsmanneskja ársins. Verðlaunin eru auðvitað fyrst og fremst til marks um það frábæra starf sem starfsfólk Icelandair hefur unnið undanfarin ár Nú er farþegafjöldi Icelandair orðinn sambærilegur við metárið 2019 – árangur sem fá flugfélög í heiminum geta státað af. Áhersla okkar í markaðsmálum er að halda merkjum Íslands á lofti um allan heim enda fara hagsmunir Icelandair og Íslands saman.“ Dómnefnd fyrir markaðsmanneskju ársins var skipuð eftirfarandi: Formaður dómnefndar: Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og stjórnendaráðgjafi Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu Erling Agustsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu Gerður Arinbjarnardóttir, rigandi Blush (Markaðsmanneskja ársins 2021) Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair sem sat hjá við endanlegt val Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hér og Nú Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt Háskólanum á Bifröst
Auglýsinga- og markaðsmál Icelandair Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira