Viðskipti Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðsföll í Danmörku Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi. Neytendur 16.4.2021 12:07 Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Viðskipti innlent 16.4.2021 11:14 Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.4.2021 10:36 Raquelita Rós og Þórhildur Rún nýir forstöðumenn hjá Isavia Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar sem nýir forstöðumenn hjá Isavia. Viðskipti innlent 16.4.2021 08:57 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 16.4.2021 07:02 Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Viðskipti innlent 15.4.2021 17:25 Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Viðskipti innlent 15.4.2021 16:33 Handsöluðu samning um aukið starfsnám Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða. Viðskipti innlent 15.4.2021 12:50 Elísabet, Melkorka og Sæunn til Dohop Elísabet Rós Valsdóttir, Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir Sæunn Sif Heiðarsdóttir hafa allar verið ráðnar sem forritarar hjá Dohop. Viðskipti innlent 15.4.2021 11:03 Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Viðskipti 15.4.2021 10:38 Fjórum samstarfsáætlunum ESB verður hleypt af stokkunum í dag í beinni á Vísi Fylgjast má með beinu streymi frá opnunarhátíð Evrópusamstarfs hér á Vísi klukkan 14. Samstarf 15.4.2021 10:00 Ráðin fjármálastjóri Sorpu Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri SORPU. Viðskipti innlent 15.4.2021 09:00 Fólk sem á heitan pott kann að skemmta sér Fiskikóngurinn selur víst ekki bara fisk. Kristján Berg og Sólveig Lilja hafa opnað glæsilega sérverslun með heita potta. Samstarf 15.4.2021 08:50 Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ Viðskipti innlent 15.4.2021 08:01 Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. Atvinnulíf 15.4.2021 07:00 Ekkert sem bannar fyrirtækjum að taka ekki við reiðufé Ekkert bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti að sögn Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 14.4.2021 18:00 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. Viðskipti innlent 14.4.2021 15:08 Kaupa hús Arion banka og stefna á flutning ráðhússins Borgarbyggð hefur fest kaup á húsnæði Arion banka við Digranesgötu í Borgarnesi og er stefnt að því að ráðhús sveitarfélagsins flytjist þangað. Viðskipti innlent 14.4.2021 13:57 Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. Neytendur 14.4.2021 13:33 Bein útsending: Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst? Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag og verður sendur út í beinni útsendingu frá Jarðhitasýningunni á Hellisheiði klukkan 14. Viðskipti innlent 14.4.2021 13:31 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Viðskipti innlent 14.4.2021 12:04 Borgarfulltrúi stýrir Icelandic Startups Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Hún tekur við starfinu af Salóme Guðmundsdóttur sem lætur af störfum í júní. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:50 Stjórnvöld höfðu samband við AGS sem uppfærði mat á aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leiðrétt upplýsingar sem sjóðurinn birti á dögunum um samanburð á umfangi stuðningsaðgerða ríkja vegna Covid-19 og sett Ísland í hóp „grænna“ ríkja. Ísland var áður flokkað „rautt“. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:44 Bein útsending: Léttum lífið Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu. Viðskipti innlent 14.4.2021 09:01 Fiskisund og Birta í hópi stærstu hlutahafa Play Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags. Viðskipti innlent 14.4.2021 07:10 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. Atvinnulíf 14.4.2021 07:00 Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Neytendur 13.4.2021 19:27 Bein útsending: Nýsköpun í rótgrónum rekstri Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri. Viðskipti innlent 13.4.2021 13:31 Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2021 11:39 Ráðin í starf mannauðsstjóra Valitors Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Valitor. Hún mun bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu. Viðskipti innlent 13.4.2021 10:28 « ‹ 262 263 264 265 266 267 268 269 270 … 334 ›
Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðsföll í Danmörku Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi. Neytendur 16.4.2021 12:07
Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Viðskipti innlent 16.4.2021 11:14
Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 16.4.2021 10:36
Raquelita Rós og Þórhildur Rún nýir forstöðumenn hjá Isavia Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar sem nýir forstöðumenn hjá Isavia. Viðskipti innlent 16.4.2021 08:57
„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 16.4.2021 07:02
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Viðskipti innlent 15.4.2021 17:25
Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Viðskipti innlent 15.4.2021 16:33
Handsöluðu samning um aukið starfsnám Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða. Viðskipti innlent 15.4.2021 12:50
Elísabet, Melkorka og Sæunn til Dohop Elísabet Rós Valsdóttir, Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir Sæunn Sif Heiðarsdóttir hafa allar verið ráðnar sem forritarar hjá Dohop. Viðskipti innlent 15.4.2021 11:03
Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Viðskipti 15.4.2021 10:38
Fjórum samstarfsáætlunum ESB verður hleypt af stokkunum í dag í beinni á Vísi Fylgjast má með beinu streymi frá opnunarhátíð Evrópusamstarfs hér á Vísi klukkan 14. Samstarf 15.4.2021 10:00
Ráðin fjármálastjóri Sorpu Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri SORPU. Viðskipti innlent 15.4.2021 09:00
Fólk sem á heitan pott kann að skemmta sér Fiskikóngurinn selur víst ekki bara fisk. Kristján Berg og Sólveig Lilja hafa opnað glæsilega sérverslun með heita potta. Samstarf 15.4.2021 08:50
Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ Viðskipti innlent 15.4.2021 08:01
Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. Atvinnulíf 15.4.2021 07:00
Ekkert sem bannar fyrirtækjum að taka ekki við reiðufé Ekkert bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti að sögn Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 14.4.2021 18:00
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. Viðskipti innlent 14.4.2021 15:08
Kaupa hús Arion banka og stefna á flutning ráðhússins Borgarbyggð hefur fest kaup á húsnæði Arion banka við Digranesgötu í Borgarnesi og er stefnt að því að ráðhús sveitarfélagsins flytjist þangað. Viðskipti innlent 14.4.2021 13:57
Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. Neytendur 14.4.2021 13:33
Bein útsending: Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst? Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag og verður sendur út í beinni útsendingu frá Jarðhitasýningunni á Hellisheiði klukkan 14. Viðskipti innlent 14.4.2021 13:31
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Viðskipti innlent 14.4.2021 12:04
Borgarfulltrúi stýrir Icelandic Startups Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Hún tekur við starfinu af Salóme Guðmundsdóttur sem lætur af störfum í júní. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:50
Stjórnvöld höfðu samband við AGS sem uppfærði mat á aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leiðrétt upplýsingar sem sjóðurinn birti á dögunum um samanburð á umfangi stuðningsaðgerða ríkja vegna Covid-19 og sett Ísland í hóp „grænna“ ríkja. Ísland var áður flokkað „rautt“. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:44
Bein útsending: Léttum lífið Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu. Viðskipti innlent 14.4.2021 09:01
Fiskisund og Birta í hópi stærstu hlutahafa Play Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags. Viðskipti innlent 14.4.2021 07:10
Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. Atvinnulíf 14.4.2021 07:00
Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Neytendur 13.4.2021 19:27
Bein útsending: Nýsköpun í rótgrónum rekstri Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri. Viðskipti innlent 13.4.2021 13:31
Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 13.4.2021 11:39
Ráðin í starf mannauðsstjóra Valitors Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Valitor. Hún mun bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu. Viðskipti innlent 13.4.2021 10:28