Viðskipti innlent

Loka fyrir allar sím­greiðslur til Rúss­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar

Arion banki hefur ákveðið að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands, óháð því hvort að móttakandi sé á lista yfir þvingunaraðgerðir eða ekki.

Þetta kemur fram á vef bankans í dag, en þar segir að vegna alþjóðlegra þvingunaraðgerða í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hafi bankinn komið á margvíslegum ráðstöfunum sem snúi að viðskiptum tengdum Rússlandi, Hvíta Rússlandi og Úkraínu.

Að baki ákvörðuninni að loka fyrir allar símgreiðslur til Rússlands býr meðal annars að alþjóðlegir bankar sem sinni milligöngu slíkra greiðslna kunni eftir atvikum að hafna afgreiðslu þeirra.

„Þá munu öll önnur viðskipti tengd Rússlandi, Hvíta Rússlandi eða Úkraínu áfram sæta aukinn aukinni vöktun hjá bankanum. Vegna þessa kann að taka lengri tíma að afgreiða slík viðskipti og viðskiptavinir mega búast við að þurfa að veita ítarlegri upplýsingar um viðskiptin,“ segir á vef bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×