Handbolti

Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvar Guðjón Valur leikur á næsta tímabili.
Óvíst er hvar Guðjón Valur leikur á næsta tímabili. vísir/getty

Keppni í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta hefur verið flautuð af vegna kórónuveirufaraldursns. Paris Saint-Germain var útnefnt meistari en liðið var með sex stiga forskot á Nantes á toppi deildarinnar. Þetta er fimmti meistaratitill PSG í röð.

Guðjón Valur Sigurðsson varð því franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með PSG. Hann hefur einnig orðið meistari í með Kiel og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, AG København í Danmörku og Barcelona á Spáni.

Samningur Guðjóns Vals við PSG rennur út eftir tímabilið og hann verður ekki áfram hjá liðinu. Óvíst er hvað verður með framhaldið í Meistaradeild Evrópu þar sem PSG er komið í 16-liða úrslit. Þar eiga frönsku meistararnir að mæta Dinamo Búkarest frá Rúmeníu.

Ekkert lið fellur úr frönsku úrvalsdeildinni í vetur en Cesson-Rennes og Limoges koma upp úr B-deildinni. Á næsta tímabili verða því sextán lið í frönsku úrvalsdeildinni en ekki fjórtán.

Geir Guðmundsson leikur með Cesson-Rennes og hefur gert undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×