Fimm á slysadeild eftir árekstur
Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur jeppa og fólksbíls á mótum Bogatanga og Langatanga í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöld. Fólksbíllinn valt við áreksturinn og þurfti að klippa ökumann og farþega út úr bílnum. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir samstuðið og þurfti kranabíll að draga þá af slysstað.