Dansa berfætt úti í garði 14. júní 2004 00:01 "Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira