Draugur í Morgunblaðshúsinu 14. júní 2004 00:01 Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira