Kennsla í trúðslátum 14. júní 2004 00:01 Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra". Trúðarnir ferðast um svæði þar sem stríðsástand ríkir eða hörmungar eru nýafstaðnar og leggja sig fram við að létta líf barna á svæðinu, hjálpa þeim að hlæja og gleyma um stund köldum veruleikanum. Julien ætlar þó ekki að skemmta börnum hér á landi því nú gefst fullorðnum tækifæri á að kynna sér trúðatæknina og kynnast trúðinum sem býr innra með þeim. Nemandinn á að fá tækifæri til að kynnast sínu sérsviði og þroska það undir handleiðslu Juliens. Að sögn aðstandenda námskeiðsins gefur það að vera trúður tækifæri til að kanna öll listform svo sem að vera dansari, söngvari, tónlistarmaður, leikari og höfundur. En einnig gefur trúðurinn manni tækifæri á að samtvinna öll þessi listrænu svið í eitt, það er að segja trúðinn. Julien er búsettur í París og starfar þar bæði sem leikari og trúður en hann kemur jafnt fram í kvikmyndum og á sviði. Hann fór meðal annars með hlutverk í kvikmynd Sólveigar Anspach "Hertu upp hugann". Námskeiðið verður í Galleríi Skugga og hefst það 21. júní. Aðeins tólf þátttakendur komast að á námskeiðinu en það mun fara fram á ensku. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra". Trúðarnir ferðast um svæði þar sem stríðsástand ríkir eða hörmungar eru nýafstaðnar og leggja sig fram við að létta líf barna á svæðinu, hjálpa þeim að hlæja og gleyma um stund köldum veruleikanum. Julien ætlar þó ekki að skemmta börnum hér á landi því nú gefst fullorðnum tækifæri á að kynna sér trúðatæknina og kynnast trúðinum sem býr innra með þeim. Nemandinn á að fá tækifæri til að kynnast sínu sérsviði og þroska það undir handleiðslu Juliens. Að sögn aðstandenda námskeiðsins gefur það að vera trúður tækifæri til að kanna öll listform svo sem að vera dansari, söngvari, tónlistarmaður, leikari og höfundur. En einnig gefur trúðurinn manni tækifæri á að samtvinna öll þessi listrænu svið í eitt, það er að segja trúðinn. Julien er búsettur í París og starfar þar bæði sem leikari og trúður en hann kemur jafnt fram í kvikmyndum og á sviði. Hann fór meðal annars með hlutverk í kvikmynd Sólveigar Anspach "Hertu upp hugann". Námskeiðið verður í Galleríi Skugga og hefst það 21. júní. Aðeins tólf þátttakendur komast að á námskeiðinu en það mun fara fram á ensku.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira