Innlent

Mildi að ekki fleiri létust

Mikil mildi þykir að ekki skyldu fleiri hafa farist í brunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. 21 árs gamall piltur fórst en þrjú ungmenni, tveir piltar og ein stúlka, björguðust naumlega. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga þeim út. Þannig hafi reykkafarar náð einum pilti út meðvitundarlausum og nágrannar gripið stúlku eftir að hafa manað hana til að stökkva út um glugga af annarri hæð. Piltur sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur var í öndunarvél í gærkvöldi en hann er talinn á batavegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×