Lífið

Sendiherrann söng jólavísu

Jólaljósin voru tendruð á Óslóarjólatrénu á Austurvelli í Reykjavík klukkan 16.000 í gær. Fjölmargir borgarbúar voru viðstaddir atburðinn eins og undanfarin ár og skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningarsúld og snjóleysi. Það var sendiherra Noregs á Íslandi sem færði Reykvíkingum jólatréð frá vinaborginni Ósló og tók nýkrýndur borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, við því fyrir hönd borgarbúa. Söng sendiherrann jafnframt norska jólavísu með samstarfsfólki sínu úr sendiráðinu. Vakti atriðið mikla lukka viðstaddra. Það var síðan hinn níu ára norsk-íslenski drengur, Helge Snorri Seljeseth, sem tendraði ljósin. Í tilefni dagsins spilaði lúðrasveit falleg lög auk þess sem sungnir voru jólasöngvar. Jólasveinar komu jafnframt í bæinn og glöddu unga sem aldna með ærslalátum sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.