Innlent

Stefna enn hærra með EVE

Stjórnendur CCP, fyrirtækisins sem framleiðir EVE tölvuleikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því markmiði hafa þeir samið við bandarískt fyrirtæki, Savant Says Media, um markaðssetningu á leiknum. Í dag eru meira en 50 þúsund áskrifendur að EVE netleiknum og hafa mest tólf þúsund manns spilað hann í einu. Exodus er fyrsta viðbótin við leikinn og gefur að sögn mun meiri möguleika fyrir notendur en upphaflega útgáfan. "Þetta er upphafið að mörgu góðu sem á eftir að bætast við Eve," sagði Magnús Bergsson, markaðsstjóri CCP, í tilkynningu um samninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×