Vilja vita verð símtala fyrirfram 17. desember 2004 00:01 Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira