Fleiri konur í stjórnmál 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur það mjög mikilvægt að konur komi í vaxandi mæli inn í íslensk stjórnmál og fagnar auknum áhuga kvenna á stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra í gær. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið meðal annars við hann um stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum í kjölfar óánægju framsóknarkvenna með ákvörðun Halldórs um að Sif Friðleifsdóttur yrði vikið úr ráðherrastóli. "Ég hef reynt að leggja mig fram um það að konur fái nauðsynlegan vettvang í stjórnmálum og ég fagna því starfi í Framsóknarflokknum," segir Halldór. Hann segist hafa reynt að stuðla að því að konum í stjórnmálum fjölgi. "Ég geri það vegna framtíðarinnar. Ég tel að konur muni skipa meiri og meiri sess í samfélaginu. Ég á engan son, ég á þrjár dætur og ég hlýt að hugsa um framtíð kvenna eins og hver annar faðir. Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að mér finnst konur á margan hátt hafa meiri möguleika heldur en karlmennirnir. Við sjáum að þær standa sig afskaplega vel í námi, þær eru reglusamari og sennilega samviskusamari," segir hann. Spurður hvað hægt sé að gera til að auka þátttöku kvenna á efri stigum samfélagsins enn fremur en orðið hefur, segir hann að hvatning til að taka þátt og vera óhræddar til að takast á við erfið verkefni sé mikilvæg. "Ég held að það sé einnig að hluta til spurning um sjálfstraust. Konur eru smátt og smátt að öðlast meira sjálfstraust. Breytingin sem orðið hefur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs skiptir einnig miklu máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð feðra ekki síður en mæðra. Því verður ekkert á móti mælt að til dæmis mín kynslóð hefur vanist því að mæðurnar beri meiri og aðra ábyrgð á börnunum en feðurnir. Ég held að það muni smátt og smátt breyta miklu, jafnvel tiltölulega hratt," segir Halldór. Hann segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið hefur. "Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það. Karlmenn þykjast oft geta miklu meira en konurnar, það er kannski helst vegna þess að þeir hafa meiri líkamlega burði, en það eru nú að verða færri og færri störf sem þurfa alla þessa líkamlegu burði," segir Halldór. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira