Allir fyrir einn 15. september 2004 00:01 Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar