Hátindur stjórnmálaferils Halldórs 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira