Innlent

Viðbúið að kennaraverkfall verði

Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×